Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Page 19
17
Að svo mæltu býð ég ykkur velkomin í háskólann. Gerið svo
vel og komið til mín og takið við háskólaborgarabréfum ykkar,
svo sem gömul venja er til.
III. ANNÁLL HÁSKÓLANS
Kosning háskólarektors.
Rektor, dr. phil. ÞorJcell Jóhannesson andaðist hinn 31. okt.
1960, svo sem frá er skýrt á öðrum stað í árbókinni. Vararektor,
prófessor Ólafur Björnsson, gegndi rektorsembætti, unz kosning
nýs rektors fór fram hinn 19. nóv. s. á. Var prófessor Ármann
Snœvarr þá kjörinn rektor til 15. september 1963.
Háskólaráð.
Fulltrúi stúdenta í háskólaráði var Árni Grétar Finnsson
stud. jur.
Embætti og kennarar.
Prófessorsembætti í sagnfræði var auglýst laust til umsóknar
14. desember 1960 og var umsóknarfrestur til 15. janúar 1961.
Umsækjendur voru fimm, Bergsteinn Jónsson cand. mag., Björn
Þorsteinsson cand. mag., Jón Guðnason, cand. mag., Magnús Már
Lárusson prófessor og Þórhállur Vilmundarson settur prófessor.
1 dómnefnd til að fjalla um hæfi umsækjenda áttu sæti dr. phil.
Kristján Eldjárn þjóðminjavörður tilnefndur af háskólaráði, pró-
fessor dr. phil. Steingrímur J. Þorsteinsson tilnefndur af heim-
spekideild og Finnur SigmuncLsson landsbókavörður skipaður af
menntamálaráðuneytinu.
Var Þórhállur Vilmundarson skipaður í embættið frá 15. sept-
ember 1961 að telja.
Prófessor Finnboga Rúti Þorvaldssyni var veitt lausn frá
embætti 1. september 1961, þar sem hann hafði náð hámarks-
aldri embættismanna. Jafnframt var Loftur Þorsteinsson verk-
fræðingur settur prófessor við verkfræðideild um eins árs skeið
frá 1. september 1961 að telja.
3