Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Side 20
18
Guölaugur ÞorváldLsson, viðskiptafræðingur, var settur til að
gegna prófessorsembætti dr. Gylfa Þ. Gislasonar í viðskiptadeild
frá 15. september 1961 að telja, unz öðruvísi kynni að verða
ákveðið.
Rektor Ármann Snœvarr lét af kennslu í refsirétti á vormiss-
erinu og í hans stað kenndi dr. Þórður Eyjólfsson hæstaréttar-
dómari.
Bjami Konráðsson læknir var skipaður dósent í læknadeild
frá 15. september 1960 að telja.
Guðmundur Þorláksson cand. mag. var ráðinn kennari í stað
Ástvalds Eydáls fil. lic., sem horfið hefur frá kennslustarfi sínu.
Ný prófessorsembætti.
Þrjú ný prófessorsembætti, sem til var stofnað með 1. nr. 51,
11. júní 1960, voru veitt á háskólaárinu. Voru þau auglýst laus
til umsóknar 18. ágúst 1960 og umsóknarfrestur var til 20. sept-
ember sama ár.
Prófessorsembætti i efnafrœöi við lœknadeild.
Umsækjandi var einn, dr. Steingrímur Báldursson. 1 nefnd til
að meta hæfi umsækjanda áttu sæti prófessor Kristinn Stefáns-
son tilnefndur af háskólaráði, prófessor Davíð Davíðsson til-
nefndur af læknadeild og Jóhann Jákóbsson efnafræðingur skip-
aður af menntamálaráðuneytinu.
Var dr. Steingrímur Báldursson skipaður í embættið frá 15.
september 1960 að telja.
Prófessorsembætti i geð- og taugasjúkdómum við lœknadeild.
Umsækjendur um embættið voru sex, þeir Esra Pétursson
læknir, Jakob V. Jónasson læknir, Karl Strand læknir, Ragnar
Karlsson læknir, Tómas Helgason læknir og Þórður Möller yf-
irlæknir.
1 dómnefnd til að meta hæfi umsækjenda áttu sæti dr. med.
Villars Lund frá Kaupmannahafnarháskóla, tilnefndur af há-
skólaráði, dr. med. Sigurður Samúelsson tilnefndur af lækna-