Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Page 66
64
Skriflega prófið fór fram 7. og 14. janúar.
Verkefni voru þessi:
I. 1 rekstrarhagfrœði:
1. Lýsið víxlteygni (krydselasticitet), orsökum hennar,
tegundum og öllu því, er hefur áhrif á forteikn hennar
og styrk.
2. Berið saman verðmyndunarskilyrði fullkominnar,
frjálsrar samkeppni og einkasölu.
3. Lýsið skyndivörumarkaðnum (dagligvaremarkedet).
II. 1 þjóðhagfrœði:
1. Hvaða mælikvarða kemur til greina að nota á efnahags-
legar framkvæmdir?
2. Geta fasteignaskattar flutzt?
Prófinu var lokið 30. janúar.
1 lok síðara misseris luku 7 kandídatar prófi í viðskiptafræðum:
Bjarni Guðlaugsson . . . Aðaleinkunn II: 8,44
Björgvin Kjartansson . . . — I: 11,16
Eyjólfur Björgvinsson . . . — I: 13,78
Gunnar Oddsson — II: 7,93
Haraldur Ellingsen — I: 12,25
Kári Sigfússon — II: 9,91
Steinn Magnússon — I: 10,87
Skriflega prófið fór fram 2. og 6. maí.
Verkefni voru þessi:
I. í rekstrarhagfrœði:
1. Myndun verzlunargreina (branchedeling) fyrr og nú.
2. Lýsið þeim meginatriðum, sem skipta máli við ákvörð-
un lágmarksverðs og lægsta verðs (minimumspris og
bundpris), bæði þegar um er að ræða framleiðslu eða
sölu einnar afurðar og fleiri.
II. 1 þjóðhagfrœði:
1. Hvert er sannleiksgildi þeirrar kenningar, að verðlag og
almennt kaupgjald breytist að jafnaði í sömu hlutföllum?