Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Page 68
66
Fyrri hluti.
1 lok fyrra misseris lauk 1 stúdent fyrra hluta kandídatsprófs
í íslenzkum fræðum: Njörður P. Njarðvík.
Prófið var skriflegt og fór fram 9., 12. og 16. janúar.
Verkefni voru þessi:
I. 1 íslenzkri hljóðfrœði:
1. Hljóðritun 20 orða.
2. Tvíhljóð í íslenzku.
II. I setninga- og rrverkingarfræði: Merkingarskipti (permu-
tation).
III. Raunhæft kennsluverkefni:
1. Samning verkefnis í skriflegu málfræðiprófi.
2. Leiðrétting stafsetningarverkefnis.
3. Leiðrétting greinarmerkjaverkefnis.
Verkefni í heimaritgerð i mdlfræði: Afstaða frumlags til um-
sagnar í Bréfi til Láru með samanburði við formála.
Verkefni í heimaritgerð i bókmenntasögu: Ljóð frá þjóðhá-
tíðinni 1874.
II. íslenzkupróf fyrir erlenda stúdenta.
1 lok síðara misseris lauk Peter Carleton frá Bandaríkjunum
íslenzkuprófi fyrir erlenda stúdenta. Aðaleinkunn I. ág.: 14,50.
III. Baccalaureorum artium próf.
1 lok fyrra misseris luku 4 stúdentar B.A.-prófi:
Heimir Þorleifsson (3 stig í landafræði, 2 stig í mannkynssögu,
forspjallsvísindi). Aðaleinkunn I: 12,50.
Helgi Guðmundsson (3 stig í grísku, 2 stig í latínu, forspjalls-
vísindi). Aðaleinkunn I: 13,00.
Kjartan Ólafsson (3 stig í þýzku, 2 stig í mannkynssögu, for-
spjallsvisindi). Aðaleinkunn I: 13,00.