Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Síða 74
72
VIII. MINNING
Dr. phil. Þorkell Jóhannesson rektor.
Rektor, dr. phil. Þorkell Jóhannesson andaðist hinn 31. okt.
1960. Bar andlát hans brátt að og kom öllum á óvænt. Háskóla-
ráð ákvað á fundi hinn 1. nóv. að bjóða ekkju rektors, að háskól-
inn kosti útför hans, og ennfremur að beita sér fyrir stofnun
minningarsjóðs, er beri nafn hans. Útför rektors var gerð hinn
5. nóv. frá Neskirkju. Líkfylgdin hafði viðkomu í háskólanum
á leið til kirkju. Var kistan borin í anddyri háskólans, Þar sem
stúdentar og kennarar voru saman komnir. Fór þar fram áhrifa-
mikil kveðjuathöfn. Karlakór stúdenta söng sálma, en vararektor,
Ólafur Björnsson mælti þessi kveðjuorð:
Við kennarar og nemendur Háskóla Islands kveðjum hér lát-
inn forvígismann okkar hinztu kveðju. Þessari stofnun hafði hann
helgað starfskrafta sína síðastliðin 16 ár, beztu starfsár ævi sinn-
ar. Hagur og heill háskólans voru honum svo hjartfólgin, að ég
er þess fullviss, að mætti hann mæla til okkar kveðjuorð á þessari
stundu, þá væri efni þeirra óskir um bjarta framtíð stofnuninni
til handa og hvatning til okkar allra, að vinna að sæmd hennar
og viðgangi, eftir því sem hvert okkar hefir getu og aðstöðu til.
Ég veit líka, að það muni vilji okkar allra, sem hér erum stödd,
að heiðra minningu hans og annarra brautryðjenda í málefnum
háskólans með því að leggja fram okkar skerf, til þess að stofn-
unin megi blómgast og verða vaxin því mikilvæga hlutverki sínu
í lífi þjóðarinnar að vera miðstöð æðri þekkingar og vísinda-
legra iðkana.
En þó að það skarð, sem nú er fyrir skildi, sé vandfyllt, þá er
ég þó bjartsýnn á það, að óskir hins látna rektors og annarra
þeirra, er háskólanum hafa helgað bezta starfsskeið sitt, um
vöxt hans og viðgang, megi rætast.