Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Blaðsíða 77

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Blaðsíða 77
75 II. Með dr. Þorkeli Jóhannessyni er genginn einn hinn merkasti og mikilvirkasti sagnfræðingur, er þjóð vor hefir alið. Lagðist þar allt á eina sveif, fágætlega yfirgripsmikil þekking, glögg- skyggni og snerpa í hugsun, gagnrýnin viðhorf, rannsóknargleði og rannsóknarþol og skýrleiki í framsetningu. Vant er að virða, hvert af ritum dr. Þorkels muni mest metið, er stundir líða fram, en þess má geta, að þegar í fyrstu ritsmíðum dr. Þorkels birtist hann oss sem fullþroska fræðimaður. Þá þegar varð það bert, að hann fór ekki troðnar brautir í fræðum sínum, hvorki um verkefnaval né vinnubrögð. Fram til þess tíma, er hann hóf að rita um sagnfræði, höfðu íslenzkir sagnfræðingar lagt mesta rækt við persónusögu og ættfræði — þeir voru lærdómsmenn miklir, er viðuðu að miklum fróðleik um menn og málefni for- tíðar, en heildstæða þjóðlífsmynd skorti mjög og viðleitni til að skýra þau félagslegu öfl, sem sniðu þjóðfélagslegri framvindu stakk. Dr. Þorkell var að vísu manna fróðastur og minnugastur á persónusögu, en hinn gamli rannsóknarvettvangur sagnfræð- innar fullnægði honum engan veginn. Hann lagði undir íslenzka sagnfræði ný lönd, og var honum einkum hugleikið að kanna og lýsa hagsögu og atvinnusögu landsmanna og rekja til róta ýmis áhrif erlendis að, sem orkað höfðu á hagþróun hér á landi. Rannsóknarhættir þeir, sem hann aðhylltist, hljóta að leita sög- unni mjög fanga frá hagfræði og félagsfræði og ýmsum þáttum lögfræði. I doktorsritgerð sinni, sem út kom 1933, um stöðu frjáls verkafólks á íslandi fram um miðja 16. öld, fjallar hann t. d. mjög um réttarsöguleg efni, og er ritgerð hans merkt framlag til þeirrar fræðigreinar. Þessi auðkenni koma og glöggt fram í hinum miklu verkum hans, í tveimur bindum, um sögu íslend- inga á árabilinu 1750—1830, ef þau eru borin saman við rit eldri sagnfræðinga. Atvinnusöguna auðgaði hann og mjög með hinu mikla riti sínu um Tryggva Gunnarsson. Er þegar komið út I. bindi þess, en hann hafði að mestu lokið við að rita næsta bindi. Er það ólýsanlegt áfall íslenzkri sagnfræði, að dr. Þorkeli skyldi ekki endast aldur til að ljúka þessu riti, sem í eðli sinu er íslenzk atvinnu- og hagsaga síðara hluta 19. aldar og upphafs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.