Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Side 85
83
ur þáttur í starfi hans, þótt ekki verði frekar um þau fjallað hér.
Hann hefur og starfað mjög að samningu lagafrumvarpa, og haft
með því heillavænleg áhrif á íslenzka löggjöf.
Prófessor Ólafur Lárusson starfaði mikið í ýmsum félögum
og gegndi þar trúnaðarstörfum. Hann var meðal stofnenda Vís-
indafélags fslendinga 1. desember 1918, og var forseti þess 1944
—47, í stjórn Hins íslenzka fornleifafélags átti hann sæti í nær-
fellt 40 ár, og hann átti sæti í stjórn Hins íslenzka fornritafélags
frá stofnun þess 1928. Þá hefur hann átt sæti í stjórn Sögufé-
lagsins, í stjórn Hins íslenzka bókmenntafélags og Ferðafélags
íslands. I Frímúrarareglunni vann hann og mikið starf. Honum
var sýnd margs konar sæmd vegna vísindastarfa sinna. Árið
1945 kjöri heimspekideild Háskóla fslands hann heiðursdoktor i
heimspeki, og árið 1946 sæmdi háskólinn í Osló hann doktors-
nafnbót í lögfræði, og hið sama gerði háskólinn í Helsingfors
árið 1955. Ennfremur sæmdi laga- og viðskiptadeild Háskóla fs-
lands hann doktorsnafnbót í lögfræði árið 1958. Þá hefur hann
verið kjörinn heiðursfélagi í ýmsum erlendum vísindafélögum,
þar á meðal Vísindafélagi Norðmanna, og heiðursfélagi var hann
í lögfræðingafélagi Finna. Á 75 ára afmæli hans í febrúar 1960,
var hann sæmdur æðsta tignarmerki þjóðarinnar. Hafa fáum ís-
lendingum hlotnazt slíkar sæmdir, og allt er það að verðleikum.
111.
Kennslustörf sín stundaði próf. Ólafur af einstakri alúð og
kostgæfni, og var kennsla hans öll svo vönduð sem bezt varð á
kosið. Kennslulag hans einkenndist fyrst og fremst af einstök-
um skírleika. Hann hafði fágæta hæfileika til að lýsa efni, sem
var tyrfið og strembið í kennslubókum, á þá lund, að það lægi
ljóst fyrir. Annað auðkenni á kennslu hans var hin ríka hneigð
hans og hæfileiki til að skilja sundur aðalatriði hvers máls og
aukaatriði. Hann lagði sig ekki í framkróka um að gagnrýna
skoðanir kennslubókahöfunda, en þegar hann gerði það, var
gagnrýnin markvís og sannfærandi. Hann hikaði ekki heldur við
að ganga í berhögg við dóma, þótt gagnrýni hans á þeim væri
ávallt hófsamleg. Okkur nemendum hans var það ljóst, að kenn-