Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Blaðsíða 86
84
arinn hafði gagnhugsað hvert það atriði, sem reifað var, og hafði
brotið það til mergjar, hversu hagfelldast væri að skýra það fyrir
mönnum, sem kunnu lítt til laga. Það er ómetanlegt lán, að hafa
notið slíkrar afburðakennslu. Fyrir okkur nemendur hans skipti
hitt og ekki minna máli, að utan kennslustunda nutum við oft
handleiðslu hans og hollráða. Margir nemendur hans hafa og
átt hann að trúnaðarmanni og ráðgjafa löngu eftir að skólavist
lauk. Ætla ég, að svo náin tengsl milli kennara og nemenda
séu fágæt.
IV.
Prófessor Ólafur Lárusson hefur verið mikill afkastamaður
um ritstörf. I afmælisriti hans frá 1955 er skrá um flest rit hans
og ritgerðir. Eftir að sú skrá var gerð, birtist m. a. eftir hann
rannsókn hans á mannanöfnum í manntalinu frá 1703 og ritið
Lov og ting, sem hefur að geyma nokkrar veigamiklar ritgerðir
hans í norskri þýðingu. Sýnir sú ritaskrá ljóslega, hve fjölgáf-
aður hann var og hversu fjölbreytt rannsóknarefni hans voru.
Rit hans eru einkum á sviði lögfræði, þar á meðal réttarsögu,
sagnfræði og mannfræði. Um rit hans í sagnfræði og mannfræði
hefur heimspekideild Háskóla Islands kveðið upp ótvíræðan dóm,
er hún sæmdi hann doktorsnafnbót í heimspeki. Segir m. a. svo
í formála deildarinnar fyrir doktorskjöri: „Allar rannsóknir
hans bera vitni um frábæra þekkingu, vandvirkni og glögg-
skyggni á stór atriði sem smá.“ Munu þess fá dæmi, að prófessor
í lögfræði vinni sér til slíkrar sæmdar með verkum sínum í ann-
arri fræðigrein.
Rit og ritgerðir próf. Ólafs í lögfræði eru flest á vettvangi
fjármunaréttar og réttarsögu, en þó eru til ritgerðir eftir hann
um almenn efni, þ. á m. ritgerð hans í Vöku um lögbók Islend-
inga, þar sem hann hvetur til þess, að íslendingar setji sér lög-
bók. Höfuðrit hans í f jármunarétti eru Fyrirlestrar í eignarrétti,
Kaflar úr kröfurétti, Víxlar og tékkar og Sjóréttur, en auk þess
hefur hann ritað margar ritgerðir um einstök, afmörkuð verk-
efni í þessari grein. I ritum um fjármunarétt kemur glöggt fram
frjálslyndi hans og félagshyggja. Hann hafnar í ritum sínum
gersamlega hinni svonefndu konstruktivu lögfræði — hugtaka-