Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Page 91
89
Hér verður ekki gerð tilraun til að rekja hið f jölbreytilega og
umfangsmikla starf prófessors Trausta, þess er enginn kostur í
stuttri kveðjugrein.
Sá er þetta ritar hóf starf við Iðnaðardeiid skömmu áður en
prófessor Trausti hvarf frá stofnuninni og hafði því ekki kynni
af starfi hans sem samstarfsmaður. Góð kynni tókust þó. — Pró-
fessor Trausti var enn starfandi í háskólahverfinu og fylgdist af
áhuga með því sem gerðist í stofnuninni, sem hann hafði grund-
vallað. Hann bar hlýjan hug til þeirrar starfsemi, sem þar fór
fram.
Prófessor Trausti var maður traustur til orðs og æðis. Hann
var hlýr og léttur í skapi á góðri stund. Hann var drengur góður.
Iðnaðardeild þakkar brautryðjandanum prófessor Trausta Ól-
afssyni víðfeðmt og gifturíkt starf í þágu efnarannsókna á íslandi.
Blessuð sé minning hans.
Johann Jakobsson.
X. HEIMSÓKN NOREGSKONUNGS
Hinn 1. júní 1961 fór fram athöfn í hátíðasal háskólans í til-
efni heimsóknar Ólafs Noregskonungs. Viðstödd athöfnina voru,
auk konungs, forseti Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson og forseta-
frú, og enn fremur utanríkisráðherra Halvard Lange og fylgd-
arlið konungs, ráðherrar, háskólaráð, prófessorar og margir
aðrir gestir. Við athöfn þessa söng kór undir stjórn dr. Páls
Isólfssonar íslenzk og norsk lög, háskólarektor ávarpaði konung
og Davíð skáld Stefánsson flutti honum kvæðið Noregskveðju.
Fara ávarp rektors og kvæði Davíðs skálds Stefánssonar hér
á eftir.
Ávarp háskólarektors
í hátíðasal háskólans við komu Noregskonungs, 1. júní 1961.
Vegna Háskóla íslands leyfi ég mér að bjóða velkominn
hingað í dag konung Noregs, hans hátign Ólaf konung fimmta,
sem sýnt hefur háskóla vorum þann mikla sóma að þekkj-
ast boð hans um að vera viðstaddur þessa athöfn. Þetta er í
fyrsta skipti, sem norskur konungur sækir land vort heim, en
12