Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Síða 95
93
bókmenntir hafa haft mikil áhrif á ýmsa helztu andans menn
Noregs á síðari öldum.
Á síðustu áratugum hafa að nýju tekizt mikil skipti milli land-
anna. Hér á þessum stað er mér mikil ánægja að minnast þess,
að eftir 1945 hafa miklu fleiri íslenzkir stúdentar stundað há-
skólanám í Noregi og lokið þar háskólaprófum en nokkru sinni
fyrr. Þá er einnig ánægjulegt að minnast þess, að allmargir
norskir stúdentar hafa á síðustu árum stundað nám við Háskóla
íslands, og hafa nokkrir þeirra lokið hér háskólaprófum. Við há-
skóia vorn hafa og starfað um nokkra hríð norskir sendikenn-
arar, sem hafa vakið mikinn áhuga á norskum fræðum hér á
landi og eflt menningarsamband landanna. Þessi samskipti hafa
mikið gildi, ekki sízt fyrir Islendinga. Hefir oss verið það mikið
fagnaðarefni að fylgjast með hinni miklu grósku, sem nú er í
norskum vísindum og rannsóknum, og veldur því, að Noreg má
tvímælalaust telja í hópi þeirra landa, sem framarlega standa á
ýmsum sviðum vísinda og bezt búa að vísindamönnum sínum.
Megi þær ríku frændsemis- og vináttukenndir æ haldast, sem
jafnan hafa auðkennt samband Norðmanna og Islendinga. Megi
þau bönd, sem knýta oss, ávallt verða öflugri en hafið mikla, sem
skilur oss.
Kvœði Davíðs skálds Stefánssonar
Noregskveðja.
Kom heill um höf,
herra .konungur.
og svört sólskin,
þó að siglt væri.
Voru viðskipti
Oft þóttu Islands
álar breiðir
Enginn hefur áður
að austan komið
sonur sviphreinni
til sala vorra.
Er sem íslenzkar
ættir sjái
Noreg nálgast
í nýju ljósi.
viðsjál stundum,
og fátt um ferðir
milli frændþjóða.
Gyðjan glóeyga
var að garði komin,
hefur hásali
himins lýsta,