Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Síða 97
95
Nafn .Noregs
stafar nýju Ijósi,
storkar heimskum her
og heiftaranda,
minnir á mátt
mannúð alinn,
vekur vonir
um veröld alla.
Sá er sjálfur
var sorg lostinn
skilur hugraun hinna,
sem hana þoldu.
Þjáning þúsunda,
þjóðarbölið,
vígði vald hans
til verndar öðrum,
anda eldskírðan
til afreksverka.
Því krefjast þegnar
af þjóðhöfðingja
margs og meira
en þeir megna sjálfir.
En breitt þarf bak
til að bera lengi
harm og hamingju
heilla þjóða.
Köllun konungs
er að kveðja til þinga,
standa við stjórnvöl
í stormakyljum,
heill, hugumstór,
þótt hættur ógni.
Fari einn fyrir,
fylgja hinir.
Nóg á Noregur
nýrra krafta,
því hefur þjóðin
þrautir unnið,
úlfa erlenda
af sér rekið,
reist byggð og borgir
úr brunarústum.
Þar hefur þjóð,
sem þoldi hungur,
erjað akurlönd
við útsæ barizt,
hug sinn ,hafið
til hárrar snilldar,
samið lög lýða
að landsháttum,
öldum og óbornum
í arf gefið
frjálst föðurland —
það er frægð konungs.
Fari einn fyrir
fylgja hinir.
Bylta þeir björgum,
brautir ryðja,
vaxa ,með verki,
sem vel er unnið.
1 geislagulli
frá gömlum töflum
skapa niðjar Noregs
nýja sögu.
Mun þó ei mannkyn
mestu varða
köllun þess konungs,
sem var krýndur þyrnum ?