Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Síða 98
96
En vegsemd verðskuldar
hver vænn maður,
sem af heilum ,hug
vill heimi bjarga.
fagnar frændþjóð
svo fríðum gesti
Frá daladrögum
til djúpmiða
Aidrei hefur áður
að austan komið
sonur sviphreinni
til ,sala vorra.
og biður blessunar
með bróðurkveðju:
Kom heill um höf,
herra konungur.
XI. HÁSKÓLABÓKASAFN
Ársauki varð heldur minni en næstliðið ár, þó að bókakaup
næmu nokkuð jafnri f járhæð í krónum. Þótt aukin væru erlend
tímaritakaup, á kostnað bókbands að nokkru leyti, uxu þau hálfu
minna en lágmarkskröfur stóðu til.
Meir var það þó annað, sem gerði, að Hbs. virtist á þessu 21.
ári sínu byrjað að þokast fjær og ekki nær því að fullnægja
skyldum sínum við háskólann og vísindastofnanir. Vinnukraftur
þess, óbreyttur síðan 1940, ódrýgðist sökum fjölgandi skyldna
og eðlilegs erils, sem varð meiri kringum 90 þúsund binda safn í
800 nemenda háskóla en verið hafði í 30—40 þús. binda safni
stríðsáranna í 280—390 stúdenta skóla. Skyldukennsla háskóla-
bókavarðar til BA-prófs í bókavarðarfræði hlaut og að taka
tíma, en safnið naut stúdentavinnu þar í mót. Helming þeirrar
kennslu um veturinn annaðist, með leyfi háskólaráðs, Ólafur
Hjartar, BA, bókavörður í Landsbókasafni, sbr. kennsluskrá.
Annað mein var, að meira bar en fyrr á þrengslum og ófullkom-
leikum safnhúsnæðis, enda væri fráleitt að ætlast til, að það
entist aldarf jórðung fullgilt, sem aflokið var í kapphlaupi undan
styrjöld (sbr. Árbók 1939/40, bls. 47).
Með tilliti til yfirlýsts þingvilja um sameining Hbs. við Lbs.
komu aðeins smárýmkanir til álita, og var Háskólabókasafni
heitið bíógeymslunni, sem til austurs liggur frá útidyrum kjallara,