Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Side 99
97
og geymsla þar andspænis, nær útidyrum, var léð til óráðins tíma
undir bókaeign Vísindaféiags Islendinga, varðveitta í skápum
Hbs. síðan 1944.
Björn Sigfússon.
XII. STYRKVEITINGAR
Ríkisstjórnin veitti 11 styrki til erlendra stúdenta til náms í
íslenzku við háskólann, að upphæð kr. 17.500.00 hvern, að við-
bættum 2500 kr. bókastyrk. Styrkþegarnir voru þessir: Bárbel
Dyrrike frá Þýzkalandi, Málcolm F. Hálliday frá Bandaríkjunum,
Mogens Aksel Jensen frá Danmörku, Jóhan H. W. Poulsen frá
Færeyjum, Inger Anne-Marie Grönwáld frá Svíþjóð, Aune Enni
Petro frá Finnlandi, Anthony Löbin Faulkes frá Englandi, Alfred
Muskin frá Israel, Gálina Kusnetsova frá Ráðstjórnarríkjunum,
Helena Kadeckova frá Tékkóslóvakíu og Finn-Erik Dáhl frá
Noregi, en hann hvarf frá námi og Ola Stemshaug kom í hans
stað.
Á þessu skólaári voru þessir styrkir veittir úr sjóðum
háskólans:
Úr Prestaskólasjóði voru stud. theol. Bjarna Guðjónssyni
veittar 525 kr. Úr Gjöf Hálldórs Andréssonar voru sama stúdent
veittar 350 kr.
Úr Minningarsjóði Hannesar Hafsteins voru Arnheiði Sigurðar-
dóttur stud. mag. veittar 2400 kr. Úr Háskólasjóði Hins íslenzka
kvenfélags voru sama stúdent veittar 600 kr.
Úr Minningarsjóði Jóns prófasts Guðmundssonar voru Hall-
dóri Jóhannssyni stud. med. veittar 650 kr.
Úr Minningarsjóði Þórunnar og Davíðs Schevings Thorsteins-
sonar var greidd húsaleiga í stúdentagarði í 8 mánuði fyrir 4
stúdenta, læknanemana Ágúst N. Jónsson, Guðjón S. Jóhannes-
son og Magnús Stefánsson og stud. mag. Heimi Steinsson.
Úr Almanakssjóði voru prófessor, dr. Leifi Ásgeirssyni veittar
15000 kr. til fræðistarfa.
13