Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Page 113
111
XVI. ÝMISLEGT
LÖG
um breyting á lögum nr.26. 24.apríl 1957, um breyting á lögum
nr. 44 19. júní 1933, um stofnun happdrættis fyrir ísland, nr. 74
3. des. 1960.
1. gr.
1. gr. laganna breytist svo, að í stað töluorðsins „55000“ komi:
65000.
2. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
AUGLÝSING
um staðfestingu forseta Islands á breytingu á reglugerð fyrir
Háskóla Islands.
Forseti íslands hefur í dag samkvæmt tillögu ráðuneytisins stað-
fest eftirfarandi reglugerð nr. 76/1958, fyrir Háskóla íslands:
1. gr.
Við 46. gr. bl bætist ný málsgrein, 3. málsgrein, svofelld:
Nú óskar stúdent að haga námi sínu í samræmi við ákvæði 47. gr.
c-liðs, og lýkur námi hans þá með miðprófi.
2. gr.
Við 47. gr. bætist nýr stafliður, c. svofelldur:
c. Sérákvœöi um síðara, hluta nám.
Nú ákveður stúdent í upphafi náms að stunda framhaldsnám og
ljúka fullnaðarprófi við danska lyfjafræðingaskólann eða annan er-
lendan lyfjafræðingaskóla, er deildin metur gildan, og skal hann þá
auk upphafsprófs og miðprófs ljúka prófi í rekstrarfræði lyfjabúða,
enda hef ji hann nám í þessari grein þegar í upphafi fyrsta árs og ljúki
prófi í lok þess kennsluárs.
Einkunn í þessari grein reiknast þá sem hluti af heildareinkunn
upphafsprófs, sbr. 47. gr. b.