Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Side 115
113
5. gr.
Reikningar sjóðsins skulu birtir í árbók háskólans. Skulu þeir
endurskoðaðir með sama hætti og aðrir reikningar háskólans.
6. gr.
Leita skal staðfestingar forseta íslands á skipulagsskrá þessari.
Staðfest af forseta Islands 22. marz 1961.
XVII. YFIRLIT UM STÖRF STÚDENTARÁÐS
OKT. 1960 TIL FEBR. 1962
Skýrsla formanns stúdentaráðs, Harðar Sigurgestssonar.
Skipan ráðsins.
Kjör til Stúdentaráðs Háskóla íslands fór fram laugardaginn 29.
október 1960. Var nú í fyrsta sinn kosið eftir nýjum lögum um stúd-
entaráð, sem samþykkt voru eftir miklar deilur í marz 1960.
Fram komu fleiri en eitt framboð í öllum deildum: í guðfræðideild
2, læknadeild 8, laga- og viðskiptadeild 8, heimspekideild 5, verkfræði-
deild 6.
Tvö uppbótarsæta komu í hlut læknadeildar og eitt í hlut laga- og
viðskiptadeildar.
Kosningu hlutu eftirfarandi stúdentar:
Guðfrœðideild: Bjöm Bjömsson með 8 atkv.
Lœlcnadeild: Halldór Halldórsson með 8013/í5 atkv., Öm Bjarnason
með 4958%4o atkv., Bjarni Hannesson með 3214%2o atkv.
Laga- og viðskiptadeild: stud. jur. Jóhannes L. L. Helgason með
83%4 atkv., stud. oecon. Hörður Sigurgestsson með 65187/42o atkv.
Heims'pekideild: stud. philol. Gylfi Baldursson með 41%o atkv.
Verkfrœðideild: Þorbergur Þorbergsson með ll%o atkv.
Fráfarandi ráö kaus: Grétar Br. Kristjánsson, stud. jur.
Á kjörskrá voru 811. Atkvæðisréttar síns neyttu 378 eða 46,6% og
skiptist það eftir deildum:
Guðfræði 8, læknadeild 149, laga- og viðskiptadeild 137, heimspeki-
deild 63 og í verkfræðideild 21. Auðir og ógildir engir.
15