Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Side 119
117
LandhelgismáliÖ.
Fundurinn til að kjósa nefndirnar 1960 var haldinn 7. nóvember
og var fjölmennur. Fram komu á fundinum tveir listar um hvora
nefnd. Það varð ljóst af fylgismönnum beggja lista, að mikill áhugi
var fyrir því, að dagurinn yrði helgaður landhelgi íslands. Ákvað há-
tíðanefndin að svo skyldi verða.
Hátíðahöldin fóru fram með svipuðum hætti og undanfarin ár. Þó
var tekin upp sú nýbreytni, að aðalræðumaður dagsins talaði í hátíða-
sal háskólans, en ekki úr útvarpssal.
Dagskrá hátíðahaldanna var þessi:
Kl. 10,30: Guðsþjónusta í kapellu Háskólans. Stud. theol. Ingólfur
Guðmundsson prédikaði. Séra Þorsteinn Björnsson þjónaði fyrir altari,
en Karlakór stúdenta annaðist söng.
Kl. Uf-,00: Samkoma í hátíðasal Háskólans. Formaður hátíðanefnd-
ar flutti ávarp. Aðalræðu dagsins flutti Guðmundur í. Guðmundsson,
utanríkisráðherra, og f jallaði hún um landhelgismálið og sjálfstæði ís-
lands. Blásarakvintett úr Musica Nova lék. Þórhallur Vilmundarson,
cand. mag., flutti erindi, er hann nefndi Handritaheimt, og kom þar
fram með hugmyndir sínar um Stofnun Jóns Sigurðssonar. Að lokum
söng Karlakór stúdenta undir stjórn Höskuldar Ólafssonar. Útvarpað
var frá sal.
Kl. 18,30 hófst fullveldisfagnaður stúdenta, sem að þessu sinni var
haldinn í veitingahúsinu Lidó. Var mikið fjölmenni. Forsetahjónin,
herra Ásgeir Ásgeirsson og frú Dóra Þórhallsdóttir, heiðruðu stúdenta
með nærveru sinni. Ræðu kvöldsins flutti Páll Kolka læknir og ræddi
um tízkuna þá er hann var í skóla. Mörg skemmtiatriði voru flutt, og
skemmtu menn sér hið bezta fram eftir nóttu.
Hátíðanefndina skipuðu Hörður Sigurgestsson, stud. oecon., for-
maður, Hrafnkell Ásgeirsson, stud. jur., Höskuldur Jónsson, stud.
oecon., Jónatan Þórmundsson, stud. jur., og Helgi Valdimarsson, stud.
med.
Þá kom Stúdentablaðið einnig út þennan sama dag. Aðalgreinarnar
í blaðið rituðu Pétur Benediktsson, bankastjóri, og Birgir Finnsson, al-
þingismaður, og fjölluðu um landhelgismálið. Ritstjóri blaðsins var Ás-
mundur Einarsson, stud. jur.
Vestrœn samvinna.
Almennur stúdentafundur kaus hátíðanefnd og ritstjóra Stúdenta-
blaðs 12. október 1961.
Ákvað hátíðanefndin á fundi sínum, að 1. desember skyldi að þessu
sinni vera helgaður vestrænni samvinnu.