Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Page 121
119
formaður SHÍ, Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri, þar um félags-
lífið í háskólanum um 1920 og tildrögin að stofnun stúdentaráðs.
Þann 6. október á afmælishátíð háskólans var haldið hóf háskóla-
stúdenta til að minnast hins merka áfanga í sögu Háskóla íslands. Fór
það fram í veitingahúsinu Lidó. Hátíðaræðuna flutti Ólafur B. Thors,
stud. jur. Háskólarektor, próf. Ármann Snævarr, sýndi stúdentum þá
vinsemd og ræktarsemi, þrátt fyrir mikla önn þessara hátíðisdaga, að
koma í hófið og flytja stúdentum snjallt ávarp.
Kynning á Háskóla íslands.
í tilefni afmælisins kom út kynningarrit um Háskóla íslands á
ensku, tekið saman af prófessor Þóri Kr. Þórðarsyni. Hefur stúdenta-
ráð sent þetta rit til stúdentasamtakanna, sem eru aðilar að ISC/
COSEC, en þau eru um 70 að tölu. Einnig hefur kynningarritið verið
sent til ýmissa stúdentablaða, sem stúdentaráði berast reglulega.
Rekstur Hótel Garðs.
Stjórn Hótel Garðs fyrir árið 1961—1962 var kjörin af stúdenta-
ráði þ. 11. febr. 1961. í hana völdust Grétar Br. Kristjánsson, stud.
jur., Styrmir Gunnarsson, stud. jur., og Þór Guðmundsson, stud. oecon.
Hótelstjórnin skipti þannig með sér verkum, að formaður var kjörinn
Grétar Br. Kristjánsson, en ritari Þór Guðmundsson.
Árið áður, þegar samkomulag hafði tekizt við Garðsstjórn um að
SHÍ tæki stúdentagarðana á leigu yfir sumarmánuðina, hafði mikið
starf verið vmnið til undirbúnings hótelrekstrinum og hvers kyns nauð-
synja aflað. Þá gekk rekstur hótelsins mjög vel það ár, og var því
ekki við þá byrjunarörðugleika að fást á því starfsári sem nú er að
ljúka og þá var. Fyrstu verk hótelstjórnar voru að ganga frá samn-
ingum við Garðsstjórn um leigu á Görðunum, semja um leigu mötu-
neytisins og ráða hótelstjóra. En hótelstjóri var nú sem árið áður
Hörður Sigurgestsson, stud. oecon.
Hótelstjórn taldi ekki ráðlegt að takast sjálf á hendur rekstur
mötuneytisins að svo komnu máli, þar sem slíkt mundi hafa í
för með sér mikinn stofnkostnað og enn nokkuð ógreitt af þeim kostn-
aði, sem lagt var út í árið áður, þegar hótelrekstur hófst á vegum
stúdenta. Varð því úr, að samið var á ný við Tryggva Þorfinnsson,
skólastjóra, um rekstur mötuneytisins.
Samningar við Garðsstjórn voru í höfuðatriðum hinir sömu
og árið áður. Eitt atriði þeirra var og er stjórn hótelsins sér-
stakur þyrnir í augum, en það er ákvæði þeirra að % hlutar af hagn-
aði af rekstri hótelsins skuli renna til Garðsstjórnar auk þeirrar leigu,
sem greidd er fyrir Garðana og nemur kr. 270.000,00 yfir sumarið.