Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Page 123

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Page 123
121 V ettvangur. Af Vettvangi stúdentaráðs komu tvö tölublöð. Hið fyrra kom út í febrúar 1961 og greindi einkum frá hinni víðtæku aukningu á fríð- indum, sem fengizt hafði gegn framvísun stúdentaskírteina. Hið síðara kom út í október s.l. og var aðallega ætlað til að kynna rússum félagslíf innan skólans og undirbúning að háskólahátíðinni. Bæði blöðin voru prentuð. Kaffistofa stúdenta. Um miðjan desember 1960 rann upp sá langþráði dagur, að hús- næði það í suðurkjallara skólans, sem ætlað var til kaffistofu, yrði til- búið. Afhenti rektor, prófessor Ármann Snævarr, stúdentaráði hana formlega til afnota og rekstrar við sérstaka athöfn, en daginn eftir var hún opnuð stúdentum til afnota. Sá framkvæmdastjóri stúdenta- ráðs um reksturinn fyrst um sinn, en er nokkur reynsla var fengin af rekstrinum var ákveðið, að stofunni skyldi sett sérstök stjórn og lög. Voru lögin síðar samþykkt athugasemdalaust á almennum stúdenta- fundi 14. febrúar 1961. Kaffistofan hefur verið opin alla daga nema sunnudaga frá 9,45 —11,15 og frá 15,00 til 16,30. Einnig hefur hún títt verið notuð fyrir fundi í deildarfélögum og ýmsum öðrum félögum stúdenta og kennara, er starfa innan skólans. Kaffistofan var afhent stúdentum með öllum útbúnaði, og kostnað- urinn greiddur af háskólanum. Jafnframt var tekið fram í upphafi, að rekstur hennar yrði að bera sig og ekki mætti vænta rekstrarstyrkja. Hefur tekizt að sameina þau tvö sjónarmið í rekstrinum, að reksturinn geti borið sig og þjónustan seld vægu verði, og hafa veitingar jafnvel verið lækkaðar frá því, sem upphaflega var ákveðið. Jafnframt hefur myndazt nokkur tekjuafgangur. Nam hann á vormisseri kr. 6.400,00, en á tímabilinu frá 1. október til 1. febrúar 1962 kr. 8.200,00. Stjórn Kaffistofu stúdenta á vormisseri 1961 skipuðu þeir Bolli Kjartansson, stud. oecon., formaður og jafnframt ráðsmaður hennar, Pálmi Pálmason, stud. pylot., og Brynjólfur Gíslason, stud. theol. Núverandi stjóm hennar skipa: Örn Smári Arnaldsson, stud. med., formaður og ráðsmaður, Bolli Kjartansson, stud. oecon., og Brynjólfur Gíslason, stud. theol. Lánasjóður íslenzkra námsmanna. Á f járlögum 1960 hækkaði framlag til Lánasjóðs stúdenta verulega. Um sama leyti var því einnig lofað að lánamál og skipulagning lána- 16
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.