Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Page 123
121
V ettvangur.
Af Vettvangi stúdentaráðs komu tvö tölublöð. Hið fyrra kom út
í febrúar 1961 og greindi einkum frá hinni víðtæku aukningu á fríð-
indum, sem fengizt hafði gegn framvísun stúdentaskírteina.
Hið síðara kom út í október s.l. og var aðallega ætlað til að kynna
rússum félagslíf innan skólans og undirbúning að háskólahátíðinni.
Bæði blöðin voru prentuð.
Kaffistofa stúdenta.
Um miðjan desember 1960 rann upp sá langþráði dagur, að hús-
næði það í suðurkjallara skólans, sem ætlað var til kaffistofu, yrði til-
búið. Afhenti rektor, prófessor Ármann Snævarr, stúdentaráði hana
formlega til afnota og rekstrar við sérstaka athöfn, en daginn eftir
var hún opnuð stúdentum til afnota. Sá framkvæmdastjóri stúdenta-
ráðs um reksturinn fyrst um sinn, en er nokkur reynsla var fengin af
rekstrinum var ákveðið, að stofunni skyldi sett sérstök stjórn og lög.
Voru lögin síðar samþykkt athugasemdalaust á almennum stúdenta-
fundi 14. febrúar 1961.
Kaffistofan hefur verið opin alla daga nema sunnudaga frá 9,45
—11,15 og frá 15,00 til 16,30. Einnig hefur hún títt verið notuð fyrir
fundi í deildarfélögum og ýmsum öðrum félögum stúdenta og kennara,
er starfa innan skólans.
Kaffistofan var afhent stúdentum með öllum útbúnaði, og kostnað-
urinn greiddur af háskólanum. Jafnframt var tekið fram í upphafi,
að rekstur hennar yrði að bera sig og ekki mætti vænta rekstrarstyrkja.
Hefur tekizt að sameina þau tvö sjónarmið í rekstrinum, að reksturinn
geti borið sig og þjónustan seld vægu verði, og hafa veitingar jafnvel
verið lækkaðar frá því, sem upphaflega var ákveðið. Jafnframt hefur
myndazt nokkur tekjuafgangur. Nam hann á vormisseri kr. 6.400,00,
en á tímabilinu frá 1. október til 1. febrúar 1962 kr. 8.200,00.
Stjórn Kaffistofu stúdenta á vormisseri 1961 skipuðu þeir Bolli
Kjartansson, stud. oecon., formaður og jafnframt ráðsmaður hennar,
Pálmi Pálmason, stud. pylot., og Brynjólfur Gíslason, stud. theol.
Núverandi stjóm hennar skipa: Örn Smári Arnaldsson, stud. med.,
formaður og ráðsmaður, Bolli Kjartansson, stud. oecon., og Brynjólfur
Gíslason, stud. theol.
Lánasjóður íslenzkra námsmanna.
Á f járlögum 1960 hækkaði framlag til Lánasjóðs stúdenta verulega.
Um sama leyti var því einnig lofað að lánamál og skipulagning lána-
16