Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Síða 128
126
trúa á fundi háskólaráðs. Hefur fulltrúinn þar málfrelsi og atkvæðis-
rétt. Stúdentaráð kýs þennan fulltrúa.
Engin skilgreining er gerð á málum, sem „varða stúdenta almennt",
og er hugtakið mjög teygjanlegt. Hefur komizt á sú venja, að fulltrúi
stúdenta í háskólaráði situr alla fundi þess, tekur þátt í meðferð nær
allra mála, en situr hjá um þau, er tvímælalaust heyra ekki undir
hann, og gengur þá í sumum tilfellum af fundi.
Fulltrúi stúdenta í háskólaráði er kjörinn til eins árs. Var hann
fram til 15. september s.l. Árni Grétar Finnsson, en þá tók við Hörður
Sigurgestsson, sem sitja mun fram til 15. september n.k.
Karlakór stúdenta.
Stúdentaráð styrkti Karlakór stúdenta nú eins og undanfarin ár
með f járveitingu, kr. 2.000,00. Auk þess fékk hann hækkaða f járveit-
ingu til starfsemi sinnar frá háskólaráði, kr. 6.000,00. Á s.l. vetri
stjórnuðu kórnum Höskuldur Ólafsson og Sigurður Markússon.
Bókmenntakynningar.
Bókmenntakynningarnefnd hefur gengizt fyrir þessum kynningum:
Kynningu á verkum ungra skálda. Var sú kynning undirbúin af
fyrri nefnd. Flutti þar Jóhannes Jónasson erindi um þau, en síðan
var lesið úr verkum þeirra, og lásu þau sum sjálf upp. Kynningin var
haldin í desember 1960.
í marzmánuði 1961 var haldin kynning á íslenzkum þýðingum á
verkum Shakespeare. Fluttu þar erindi próf. Steingrímur J. Þorsteins-
son og Ævar Kvaran leikari, en þeir ræddu þýðingarnar hvor frá sín-
um sjónarhóli. Síðan var lesið úr verkum skáldsins.
í desember 1961 voru „austfirzku skáldin", þeir feðgar Einar Sig-
urðsson í Eydölum, Ólafur Einarsson og Stefán Ólafsson kynntir. Er-
indi um skáldin flutti Andrés Björnsson, cand. mag.
í tilefni þessarar kynningar hafði dr. Hallgrímur Helgason, tón-
skáld, útsett þjóðlög við ljóð skáldanna, sem Kristinn Hallsson söng
við undirleik Hallgríms. Síðan var lesið úr verkum skáldanna. Hluti
af þessari kynningu var fluttur í útvarp.
Allar fóru þessar kynningar fram í hátíðasal háskólans.
Auk þess efndu stúdentaráð, Stúdentafélag Reykjavíkur og Al-
menna bókafélagið til Aldarminningar Hannesar Hafstein í tilefni
aldarafmælis hans hinn 4. desember 1961. Fór kynningin fram sunnu-
daginn 3. desember og var vel sótt.
Ræddi þar Tómas Guðmundsson, skáld, um skáldið Hannes Haf-
stein, en Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, um stjórnmálamann-