Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Síða 130
128
FerSaþjónusta stúdenta.
Ferðaþjónusta stúdenta starfaði á tímabilinu undir formennsku
Höskuldar Jónssonar, stud. oecon. 1 samskiptum við útlönd voru svip-
aðar slóðir troðnar. Þó má geta þess, að nefndin vann að áætlun um
íslandsferð, sem send var SSTS og tekin upp í ferðaáætlun þeirra.
Innanlandsferðir voru nýr liður í starfseminni og var þátttaka í þeim
yfirleitt góð.
Innanlandsferðir.
Haustið 1960 efndi Ferðaþjónustan til ferðar í Raufarhólshelli, og
voru þátttakendur 34 að tölu. í júní s.l. var farið í Þjórsárdal undir
leiðsögu Gísla Gestssonar þjóðminjavarðar. í júní fór Mímir, félag
stúdenta í íslenzkum f ræðum, hringf erð um Snæfellsnes, og var sú f ör að
nokkru í samráði við Ferðaþjónustuna. Um verzlunarmannahelgina var
haldið Landmannaleið. Lagt var upp frá Reykjavík að kvöldi föstudags,
farið um Landmannalaugar, Þjófadali, Eldgjá og haldið heim á mánu-
dag. Þátttakendur voru 22. Er Askja byrjaði að gjósa s.l. haust auglýsti
Ferðaþjónustan tvær ferðir á Öskjuslóðir. Skyldi önnur farin í lofti,
hin á landi. Sú fyrrnefnda fórst fyrir vegna veðurs, sú seinni þótti
takast vel svo langt sem hún náði.
Þátttökugjöld í ferðum Ferðaþjónustunnar voru yfirleitt 20—30%
lægri en annarra ferðaskrifstofa.
Félagsheimili stúdenta.
Skorturinn á félagslegri aðstöðu fyrir stúdenta bar oft á góma í
ráðinu og var leitazt við að gera grein fyrir hvaða möguleikar væru
til úrlausnar á því máli. Var m.a. rætt óformlega við forystumenn
Bandalags háskólamanna sem hafa sýnt málinu verulegan áhuga. Sér-
stök nefnd kannaði möguleika á bílhappdrætti, en komst að þeirri
niðurstöðu, að óráðlegt væri að fara út í slíkt fyrirtæki um sinn.
Eru uppi ákveðnar hugmyndir um lausn þessa máls, en um þær
vísast til Vettvangs stúdentaráðs og Stúdentablaðs í maí 1961.
Stúdentaskipti við Osló.
Stúdentaráði barst á s.l. hausti bréf frá Studenttinget í Osló, með
ósk um að taka upp stúdentaskipti milli háskólanna í Osló og Reykja-
vík. Er hér um að ræða hin svokölluðu „kontaktstipendiatudveksling“,
sem hefur tíðkazt á milli allra háskóla á Norðurlöndum nema hér.
Ákvað stúdentaráð að taka undir þessa ósk og bauð hingað fulltrúa
þeirra til að vera hér um 1. desember. Kom hingað Björn Pettersson,
stud. jur. í ráði er síðan að íslenzkur stúdent fari út í vor og verði í
Osló 17. maí n.k.