Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Page 68

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Page 68
50 það loks eignaðist sitt eigið hús, var það við Austurvöll. 1 Alþingishúsinu var síðan á árunum 1882—1908 menntabúrið (Landsbókasafn, sem á dögum Tómasar hét Stiftsbókasafn) og reyndar um tíma bæði forngripasafn og landsskjalasafn. Og í sömu húsakynnum við Austurvöll var Háskóli Islands meira en helming þess tíma, sem hann hefir starfað, 1911—1940. Ráðstofan, ráðhús Reykjavíkur, er ekki risin upp enn þá. En svo skrýtilega vill til, að aðalskrifstofur borgarinnar eru nú í húsi Reykjavíkur apóteks, við Austurvöll, þótt það húsnæði sé til bráðabirgða eins og safnanna og háskólans á sinni tíð. Og hvað þá um heiðursvarðann á miðju torginu? Jú, þar stendur nú stytta Jóns Sigurðssonar. Eins og margir muna, var hún fyrst reist fyrir framan Stjórnarráðshúsið. En 1932 var hún flutt þangað, sem hún er nú. Tómas Sæmundsson sá það betur 1834 en aðrir 1911, að heiðursvarði þjóðskörungsins átti heima á miðjum Austurvelli — og hvergi nema þar. V. Allir vita, að þá Tómas Sæmundsson og Jón Sigurðsson greindi á um Alþingi, bæði skipan þingsins og þingstaðinn. Nú blandast varla neinum hugur um, að Jón hafði réttara fyr- ir sér. Staðsetning AJþingis í Reykjavík og flutningur latínu- skólans þangað voru fyrstu stóru sporin til þess að gera þenn- an vísi að höfuðstað íslenzkan og þess verðan að efla hann. En ef menn af þessu eina máli vilja ráða, — eins og eg er hræddur um, að sumum hætti til, — að Tómas hafi verið all- ur uppi i skýjunum og Jón ekkert nema skynsemin og hag- sýnin, þá skjátlast þeim hrapallega. Hvort tveggja er í raun- inni jafnfjarri sanni. Tómas var bóndasonur, alinn upp við venjuleg störf og kjör sveitapilta, og hann var sveitaprestur og bóndi þau fáu ár, sem honum entist aldur, eftir að hann kom heim. Hann þekkti hagi og þarfir fólksins út í æsar og af eigin reynd, og ekkert, sem þar horfði til einhverra bóta, var honum of smátt eða hversdagslegt til að gefa því gaum. Sami maður, sem sá Reykja- vík framtíðarinnar og Alþingi hið forna endurreist í ljómandi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.