Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Blaðsíða 68
50
það loks eignaðist sitt eigið hús, var það við Austurvöll. 1
Alþingishúsinu var síðan á árunum 1882—1908 menntabúrið
(Landsbókasafn, sem á dögum Tómasar hét Stiftsbókasafn)
og reyndar um tíma bæði forngripasafn og landsskjalasafn.
Og í sömu húsakynnum við Austurvöll var Háskóli Islands
meira en helming þess tíma, sem hann hefir starfað, 1911—1940.
Ráðstofan, ráðhús Reykjavíkur, er ekki risin upp enn þá. En
svo skrýtilega vill til, að aðalskrifstofur borgarinnar eru nú í
húsi Reykjavíkur apóteks, við Austurvöll, þótt það húsnæði
sé til bráðabirgða eins og safnanna og háskólans á sinni tíð.
Og hvað þá um heiðursvarðann á miðju torginu? Jú, þar
stendur nú stytta Jóns Sigurðssonar. Eins og margir muna, var
hún fyrst reist fyrir framan Stjórnarráðshúsið. En 1932 var
hún flutt þangað, sem hún er nú. Tómas Sæmundsson sá það
betur 1834 en aðrir 1911, að heiðursvarði þjóðskörungsins átti
heima á miðjum Austurvelli — og hvergi nema þar.
V.
Allir vita, að þá Tómas Sæmundsson og Jón Sigurðsson
greindi á um Alþingi, bæði skipan þingsins og þingstaðinn.
Nú blandast varla neinum hugur um, að Jón hafði réttara fyr-
ir sér. Staðsetning AJþingis í Reykjavík og flutningur latínu-
skólans þangað voru fyrstu stóru sporin til þess að gera þenn-
an vísi að höfuðstað íslenzkan og þess verðan að efla hann.
En ef menn af þessu eina máli vilja ráða, — eins og eg er
hræddur um, að sumum hætti til, — að Tómas hafi verið all-
ur uppi i skýjunum og Jón ekkert nema skynsemin og hag-
sýnin, þá skjátlast þeim hrapallega. Hvort tveggja er í raun-
inni jafnfjarri sanni.
Tómas var bóndasonur, alinn upp við venjuleg störf og kjör
sveitapilta, og hann var sveitaprestur og bóndi þau fáu ár,
sem honum entist aldur, eftir að hann kom heim. Hann þekkti
hagi og þarfir fólksins út í æsar og af eigin reynd, og ekkert,
sem þar horfði til einhverra bóta, var honum of smátt eða
hversdagslegt til að gefa því gaum. Sami maður, sem sá Reykja-
vík framtíðarinnar og Alþingi hið forna endurreist í ljómandi