Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Blaðsíða 22
20
VI.
Á síðustu háskólahátíð ræddi ég rækilega um hinar brýnu
þarfir Háskólans á auknu húsnæði, auknum tækjakosti og
mannafla. Ég benti m. a. á þörfina á auknu kennslurými, en
í þeim efnum horfir til vandræða. Hin fyrirhugaða nýbygging
mun að vísu leysa nokkurn vanda, en þó hvergi nærri allan.
Læknakennslu er bráð þörf á stórauknu húsnæði, sem ætlunin
er að leysa með nýjum byggingum. Háskólinn er á hrakhólum
með húsnæði fyrir tannlæknakennslu. Sömdu kennarar í þeim
fræðum að ósk minni rækilegar álitsgerðir um hina miklu þörf
á aukningu tannlækna á landi hér og settu fram tillögur um
eflingu þessarar kennslu, þar sem stefnt væri að því að braut-
skrá svo marga kandídata næstu 15 árin, að fjöldi tannlækna
yrði hér sambærilegur við hin Norðurlöndin. Tannlæknaskort-
urinn er þjóðfélagsvandamál, og hlýtur Háskólinn eftir mætti
að stuðla að lausn þess. Tillögur þessar voru kynntar ríkis-
stjórn í sumar, og hefir ríkisstjórnin lýst yfir því fyrir nokkr-
um dögum, að hún muni beita sér fyrir fjárveitingu til þess
að ná því takmarki, sem hér er stefnt að. Hér þarf mikils við
um byggingar, tækjakost og mannafla, enda er tannlækna-
kennsla hvarvetna um lönd talin mjög kostnaðarsöm. Er þessi
ákvörðun ríkisstjórnarinnar Háskólanum mikið fagnaðarefni.
Þá er einnig brýn þörf á sérstöku húsnæði vegna kennslu í
verklegri efnafræði svo og í náttúrufræði frá næsta hausti að
telja, að því er vonir standa til, og enn er þess að geta, að
tjaldað er til skamms tíma um húsnæði fyrir enskukennslu og
almennt tungumálanám. Sú endurskoðun á B.A.-náminu, sem
nú er um það bil að ljúka, hefir einnig í för með sér mikla þörf
á auknu húsnæði, tækjakosti og kennaraliði, þó að örðugt sé að
meta það á þessu stigi. Þá er það einnig orðið mjög bagalegt,
hve þröngt er um aðstöðu fyrir skrifstofu Háskólans og stjórn
hans og deildarstjórnir. Þarfnast það mál, og í tengslum við
það aðstaða til ýmiss konar þjónustu við starfsmenn skólans,
ekki sízt vélritunar- og fjölritunai’þjónustu, úrlausnar sem fyrst.
Flestar rannsóknai’stofnanir eru ungar hér við Háskólann, en