Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Blaðsíða 13
11
fjárveiting til bókakaupa fyrir Háskólann. Hefir þetta fjár-
framlag nú hækkað samkv. fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár
upp í 400.000 krónur úr 250.000 kr. Vil ég tjá hæstvirtri ríkis-
stjórn þakkir Háskólans fyrir þessi auknu fjárframlög, er sýna
skilning ríkisstjórnar á því, að ein af brýnustu þörfum ríkis-
háskóla er fé til bókakaupa, og fulltreysti ég því, að þessi fjár-
veiting muni stórhækka næstu ár.
I háskólabyggingunni hafa orðið að öðru leyti nokkrar breyt-
ingar. Lestrarstofa læknanema hefir verið búin nýjum hús-
gögnum, og er hún nú hin vistlegasta. Við breytinguna hefir
sætafjöldi aukizt mjög. Hafa lestrarstofunni borizt góðar gjaf-
ir læknisfræðirita frá Bókabúð Kaupfélags Reykjavíkur og ná-
grennis og Bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar, og þakka ég
vinsemd gefenda. Kaffistofa stúdenta hefir fengið aukið hús-
næði í kjallara suðurálmu. Þá hafa og átt sér stað umbætur
á teiknistofum verkfræðideildar, einkum ljósabúnaði. Eru þess-
ar breytingar á háskólabyggingu flestar kostaðar af happ-
drættisfé.
Á s.l. háskólaári voru lagðar rækilegar tillögur fyrir hæst-
virta ríkisstjórn um fjölgun prófessora næsta áratuginn í Há-
skólanum. Lúta tillögur þessar aðeins að þeim greinum, sem
nú eru kenndar, en yfirleitt ekki að nýjum greinum, og er við
það miðað, að sérstakar tillögur verði síðar gerðar um pró-
fessorsembætti í nýjum kennslugreinum. Þessar tillögur eru
hófsamlegar, og gera þær ráð fyrir fjölgun prófessorsembætta
sem hér segir: 1 guðfræðideild 2, í læknadeild 4, og raunar
þrjú að auki, sem áætlunin tekur ekki til, í lagadeild 3, í heim-
spekideild 4, í viðskiptadeild 1, en áætlunin tekur ekki að svo
stöddu til verkfræðideildar, þar sem námstiihögun er enn nokk-
uð í deiglunni. Þessi áætlun er reist á víðtækum athugunum
einstakra deilda um starfsemi þeirra næsta áratuginn og á
könnunum á væntanlegri aðsókn stúdenta að Háskólanum. I
greinargerð er m. a. gerður allrækilegur samanburður á kenn-
arafjölda hér við háskólann við fjölda kennara í tveimur nor-
rænum háskólum, í Árósum og Björgvin. Þegar hefir verið ráð-
ið að lögfesta fyrsta prófessorsembættið samkv. þessari áætlun,