Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Blaðsíða 38
36
skólum. Fór þjóðminjavörður í slíka fyrirlestraferð á vegum
sjóðsins í nóvember 1965, og var sú heimsókn mikils metin af
dönskum skólamönnum.
Ýmsir styrkir.
Minningarsjóður dr. Rögnvalds Péturssonar.
Hinn 14. ágúst 1965 var Helga Guðmundssyni, cand. mag.,
veittur 35.000 króna styrkur úr sjóðnum. Rannsóknarefni
kandídatsins er tvitala í íslenzku.
Minningarsjóður Olavs Brunborg.
Mælt var með því, að Þorkell Erlingsson, stud. polyt., sem
er við nám í Tækniskóla Noregs í Þrándheimi, hlyti styrkinn.
Umsækjendur voru þrír.
Styrkir til framhaldsnánis fyrir kandídata.
Málið var rætt rækilega í háskólaráði á grundvelli greinar-
gerðar, er rektor samdi, og álitsgerðar sérstakrar nefndar, er
fjallaði um málið. Voru ræddar ýmsar færar leiðir til úrbóta.
I fjárlagabeiðnum Háskólans var óskað fjárveitinga í þessu
skyni sumarið 1964. Erindi Háskólans um það efni var vísað
til nefndar, er fjallar um endurskoðun á reglum um Lánasjóð
íslenzkra námsmanna. Þá var enn fremur rætt við stjórn Vís-
indasjóðs um mál þetta.
Námstilliögun til B.A.-prófa.
Um það mál vísast til Árbókar Háskólans 1962—63, bls. 36.
Eftir að athugun málsins var lokið hjá nefnd, er háskólaráð
skipaði, var rækilega um mál þessi fjallað í heimspekideild og
verkfræðideild. Reglugerð um hina nýju námstilhögun var stað-
fest hinn 2. september 1965. Vísast nánar um þessi mál til
ræðu rektors á háskólahátíð.
Almennur prófessorafundur
var haldinn að frumkvæði rektors hinn 9. des. 1964, og var
þar rætt um framtíðaruppbyggingu Háskólans og æðri mennt-
unar í landinu í framhaldi af ræðu rektors 1. des. s. á.