Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Blaðsíða 134
132
Heimspekideild setur reglur um námsefni, að fengnum tillögum
kennara í hverri grein. Námsefni skal miða við, að hvert prófstig
krefjist eins misseris náms (þ. e. að unnt sé að ljúka prófstigi í tveim-
ur greinum á einu ári, sbr. 51. gr. 4. lið). Heimilt er að áskilja nokkra
þekkingu í nauðsynlegum hjálpargreinum. Heimilt er og að áskilja,
að hluti námsefnis skuli vera samning heimaritgerðar á 3. stigi. Heima-
ritgerðum skal skila eigi síðar en hálfum mánuði áður en skrifleg
próf í háskólanum hefjast.
Stúdent, sem velur þrjár greinir til prófs, er heimilt að hafa eitt
eða tvö stig í raungrein.
Prófin eru bæði skrifleg og munnleg, en þó getur deildin ákveðið,
að aðeins skuli prófa munnlega í grein eða einungis skriflega. Ein-
kunnir eru samtals 6, ein einkunn á hverju stigi.
Eigi má líða lengri tími en 9 kennslumisseri frá skrásetningu í
heimspekideild, þar til stúdent hefur lokið 6 prófstigum. Ef út af
bregður, skal má nafn hans af stúdentatali. Nú endurinnritast hann,
og er gildi fyrri prófa þá úti. Forpróf halda þó gildi sínu enn í 4 miss-
eri. Heimspekideild getur með fundarsamþykkt veitt undanþágu frá
ákvæðum þessarar málsgreinar um tímatakmörk.
n. Próf í íslenzku fyrir erlenda stúdenta.
Baccalaureatus philologiae Islandicae (bacc. phil. Isl.).
Prófgreinir eru fjórar:
1. Málfræði.
2. Þýðingar.
3. Bókmenntasaga.
4. Textaskýringar.
Prófin skulu vera sex, þrjú skrifleg og þrjú munnleg.
Skrifleg próf: 1. málfræði, 2. þýðing úr íslenzku á móðurmál stú-
dents eða eitthvert heimsmál og úr því á íslenzku, 3. bókmenntasaga.
Munnlegt próf: 1. málfræði, 2. bókmenntasaga, 3. textaskýringar.
Fyrir hvert próf skal gefin sérstök einkunn. Til þess að standast
prófið þarf stúdent að hafa hlotið, auk tilskilinnar meðaltalseinkunn-
ar (sbr. 68.gr.), hið lægsta einkunnina 5 í þýðingum.
54. gr.
I. Kandídatspróf.
Að loknu B.A.-prófi í tveimur greinum, þremur stigum í hvorri,
er stúdent heimilt að ganga undir kandídatspróf (cand. mag.-próf).
Kandídatinn skal eigi síðar en þremur misserum áður en hann geng-
ur undir prófið hafa valið sér, í samráði við kennara, hæfilega af-