Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Blaðsíða 133
131
6. Uppeldis- og kennslufræði. Kennslan miðar að prófi samkvæmt
55. gr. a, og skal henni hagað þannig, að farið sé yfir námsefni
á tveimur kennslumisserum.
52. gr.
Forpróf.
I. Próf í heimspekilegum forspjallsvísindum. Stúdentum er heim-
ilt að ganga undir próf þetta eftir tveggja missera nám við háskól-
ann, en skylt að hafa lokið því að minnsta kosti tveimur misserum
áður en þeir ganga undir fullnaðarpróf. Undanþegnir eru þó prófi
þessu stúdentar í verkfræði.
Prófið er aðeins skriflegt, og dæmir kennarinn einn um úrlausn-
ina. Endurtaka má prófið á misseris fresti. Háskólinn lætur endur-
gjaldslaust af hendi prófvottorð, undirritað af prófessornum í for-
spjallsvísindum.
II. Próf í álmennum málvísindum og hljóöfrœöi. Skyldir að taka
próf þetta eru allir þeir stúdentar í heimspekideild, er undir próf
ganga í tungumálum, einu eða fleirum. Stúdent er skylt að hafa lok-
ið prófinu, áður en hann lýkur 1. stigs prófi í tungumáli, samkv.
53. gr. I.
Prófið, sem er aðeins skriflegt, fer fram í lok marzmánaðar ár
hvert. Nú hefur stúdent sagt sig til prófs, en stenzt ekki prófið eða
kemur ekki til prófs og hefur lögmæt forföll, og er þá skylt að halda
endurpróf í lok vormisseris.
III. Próf i latínu. Skyldir að taka próf þetta eru allir þeir stú-
dentar í heimspekideild, er ekki hafa stúdentspróf úr máladeild
menntaskólanna eða hliðstætt próf í latínu. Stúdent er skylt að hafa
lokið þessu prófi, áður en hann lýkur 2. stigs prófi í grein, samkv.
53. gr. I. Prófið er aðeins skriflegt.
Erlendir stúdentar, er ganga undir próf baccalaureorum philo-
logiae Islandicae, eru undanþegnir öllum forprófum.
Ákvæði 61. gr. 1. mgr. um takmörkun á heimild til að endurtaka
próf gilda ekki um þessi forpróf.
53. gr.
I. B.A.-próf.
Prófgreinir eru námsgreinir þær, sem taldar eru upp í 51. gr.
4. lið. Stúdent hlýtur B.A.-próf fyrir 6 prófstig, annaðhvort í tveim-
ur prófgreinum (3+3 stig) eða þremur (3+2+1 stig). Hvert stig er
miðað við ákveðnar þekkingarkröfur: 1. stig táknar minnstar kröfur,
2. stig meiri kröfur, 3. stig mestar kröfur.