Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Blaðsíða 107
105
Davíð Ólafsson, sýslumaður Skagfirðinga, og kona hans Mar-
grét Guðmundsdóttir. Jóhannes var sonur Ólafs E. Johnsens,
prófasts á Stað á Reykjanesi, en Margrét dóttir Guðmundar
Johnsens, prófasts í Arnarbæli í Ölfusi. Þau hjónin voru því
bræðrabörn. Þeir Ólafur og Guðmundur voru bræður Ingi-
bjargar, konu Jóns Sigurðssonar forseta, synir Einars Jóns-
sonar stúdents, bróður Sigurðar á Rafnseyri, föður Jóns for-
seta. Prófessor Alexander var þannig vel kynjaður maður, bar
höfðinglegt svipmót ættar sinnar og hlaut kosti hennar ríku-
lega í vöggugjöf.
Prófessor Alexander lauk stúdentsprófi utanskóla í Reykja-
vík átján ára að aldri árið 1907. Að prófi loknu hafði hann
hugsað sér að sigla þegar til Hafnar og leggja stund á þýzku,
ensku og frönsku við háskólann þar og búa sig þannig undir
að verða menntaskólakennari. En í stúdentsprófi fékk hann
snert af berklum, og frestaði það för hans um eitt ár. Háskóla-
nám hóf hann því 1908 í Höfn og lagði í fyrstu stund á fyrr-
nefndar greinir. Tveimur árum- síðar sótti hann um að mega
breyta til um námsefni og leggja stund á þýzk fræði. Magister-
prófi í þýzkum fræðum lauk hann við Hafnarháskóla 1913 og
hafði þá þegar lagt stund á öll forngermönsku málin, en það
kom honum síðar að góðu haldi við háskólakennslu hér og
vísindaiðkanir.
Árin 1914—15 dvaldist prófessor Alexander við framhalds-
nám og fræðistörf í Þýzkalandi (í Leipzig og Halle) og samdi
þá doktorsritgerð sína, Die Wunder in Schillers „Jungfrau von
Orleans“, sem hann varði í Halle 1915.
Að doktorsprófi loknu hélt Alexander heim til íslands og
gerðist einkakennari við Háskóla íslands með styrk frá Al-
þingi og var tekinn á fyrirlestraskrá Háskólans 1916. Kennslu-
greinir hans voru málfræði íslenzkrar tungu að fornu og nýju,
en jafnframt þýzka og þýzkar bókmenntir. Var hann fyrsti
maður, sem kenndi þýzku við stofnunina. Árið 1925 samþykkti
Alþingi að koma á fót dósentsembætti í málfræði og sögu
íslenzkrar tungu, og var Alexander Jóhannesson skipaður í það.
Prófessor í sömu greinum var hann skipaður 18. ágúst 1930
14