Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Blaðsíða 7
5
öldina seinni, eru nú skráðir um og yfir 10.000 stúdentar og
þaðan af fleiri. Þetta stóraukna aðstreymi stúdenta á sér al-
kunnar félagslegar og efnahagslegar rætur, og það er megin-
verkefni hvers háskóla að laga sig að þessum nýju aðstæðum
og jafnframt að búast við þeim vanda, að stúdentafjöldi aukist
enn til mikilla muna. Hinn aukni fjöldi stúdenta skapar háskól-
um hvarvetna um heim sérstök vandamál, sem ekki verða leyst
nema með stórauknum byggingum til kennslu og rannsókna,
auknum kennaraafla og fjölda rannsóknarmanna, betri og virkari
rannsóknar- og kennslutækjum, svo og nýjum byggingum í þágu
félagslífs stúdenta. En sú gagngerða breyting á þjóðfélögum,
sem átt hefir sér stað m. a. vegna iðnvæðingar, aukins íbúa-
fjölda í þéttbýli, almennrar velmegunar og breyttra félagslegra
viðhorfa gerir það óhjákvæmilegt, að háskólarnir auki starfs-
svið sitt og skapi meiri fjölbreytni í rannsóknum og kennslu,
en jafnframt að þeir endurskoði gaumgæfilega starfshætti sína,
kennslufyrirkomulag í einstökum greinum, kennsluhætti, skipu-
lag og stjórn. Háskólarnir eru félagslegar stofnanir, sem eiga
að þjóna þjóðfélagi sinu og eru jafnframt hluttakendur í vís-
indastarfsemi alheims. Háskólarnir verða að hlýða tímans kalli
og vera viðbúnir að samhæfast kröfum breyttra þjóðfélags-
hátta. I háskólum Evrópu eru þessi mál mjög til umræðu, og
eitt af höfuðumræðuefnum ráðstefnu Evrópurektora, sem
haldin var í Göttingen í september 1964, var að fjalla um
stöðu háskólanna í hinum breyttu þjóðfélögum eftirstríðsár-
anna. Það er í raun og sannleika næsta heillandi tímabil í sögu
háskólanna, er vér lifum nú, málefni þeirra eru mjög í deigl-
unni, og er sennilegt að vænta megi mikilla breytinga næstu
árin. Er það mikilsvirði fyrir háskóla vorn að eiga þess kost
að fylgjast með framvindu þessara mála með því m. a. að eiga
fulltrúa í nefnd Evrópuráðs um málefni háskólamenntunar og
í stjórnarnefnd Evrópuráðstefnu háskólarektora.
Land vort er í þjóðbraut, og allar stofnanir vorar, ekki sízt
Háskólinn, eru seldar undir smásjá erlendra manna. Vanhagir
Háskólans verða ekki duldir, og mat manna á menningarstigi
íslenzks þjóðfélags og afkastagetu þess veltur ekki sízt á því,