Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Blaðsíða 28
26
som ár ljuvast och störst / skattas för stunden sá föga / vin-
ner som minne sitt várde först“. Ég vona, að þið njótið gleði
margra góðra stunda hér í Háskólanum í samvistum við félaga
yðar. Ég vona, að dvölin hér verði yður til þroska og mann-
bóta. Verið minnug íslenzkrar menningararfleifðar, sem er
grundvöllur nútíma menningar vorrar og nútíma þjóðfélags
vors. Þann menningararf ber oss að rækja, en hlaða á þann
grundvöll „því heilbrigða, lífvæna í erlendri kenning, heima-
tryggir í hjarta og önd“, eins og skáldið kvað. Einbeitið yður
við verkefni yðar, og minnizt þess, að „dýpsta rót ber hæstan
hlyn“. Hugleiðið orð skáldsins, er segir:
„Án vegabréfs vors hjarta er leiðin töpuð.
Vor hulda greind var oss til skilnings sköpuð,
því skerðir trúlaust vit vorn sálarfarnað."
Ungu stúdentar. Verið hjartanlega velkomnir í Háskóia Is-
lands, heill og gifta fylgi yður í námi og starfi. Ég bið yður
að ganga fyrir mig og heita því að virða í hvívetna lög og
reglur Háskólans.
Að svo mæltu afhenti rektor nýstúdentum borgarabréf, en
einn úr þeirra hópi, stud. oecon. Magnús Ólafsson, ávarpaði Há-
skólann af hálfu hinna nýju háskólaborgara. Nýstúdentar sungu
síðan Integer vitae. Rektor sleit athöfninni, er lauk með því,
að samkomugestir sungu þjóðsönginn.
III. ANNÁLL HÁSKÓLANS
Skipun háskólaráðs.
Háskólaráð var svo skipað:
Rektor, prófessor Ármann Snœvarr.
Varaforseti háskólaráðs var prófessor Trausti Einarsson,
en ritari prófessor Hreinn Benediktsson.