Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Blaðsíða 111
109
síns, málvísindanna. Eins og á var minnzt, fjallaði doktorsrit
hans ekki um málvísi, heldur um bókmenntalegt efni. Þessi
bókmenntaáhugi hans kom einnig fram í því, að hann þýddi
tvö af leikritum Schillers: Mœrin frá Orleans, rómantískur
sorgarleikur. Rvík 1917 og María Stúart. Sorgarleikur í 5 þátt-
um. Rvík 1955. Hann þýddi einnig mörg íslenzk ljóð á þýzku,
og hefir safn af þeim nýlega komið út. Þá gaf Alexander út
ljóð þriggja þýzkra skálda: Ljóð eftir Schiller, Rvík 1917; Ljóð
eftir Goethe, Rvík 1919, og Ljóð eftir Heine, Rvík 1919. Hann
annaðist útgáfu úrvalsljóða Einars Benediktssonar (íslenzk úr-
valsljóð VII. Rvík 1947).
IV.
Prófessor Alexander Jóhannesson hefir verið lengur rektor
Háskóla Islands en nokkur annar maður eða samtals 12 ár
(1932—35, 1939—42, 1948—54). I rektorsstarfi reyndist hann
stórhuga framkvæmdamaður, laginn að koma fram málum,
hugkvæmur um leiðir og fylginn sér um allar athafnir. Hann
hefir átt meiri eða minni þátt í því, að upp hafa komizt þær
byggingar, sem nú eru á háskólalóðinni. Hann átti t. d. sæti í
fyrstu nefndinni, sem vann að byggingu Gamla Garðs, var for-
maður byggingarnefndar Atvinnudeildar Háskólans, háskóla-
hússins, Nýja stúdentagarðsins og Þjóðminjasafnsins og átti
sæti í byggingarnefnd Iþróttahúss Háskólans.
Undirstaðan undir byggingarframkvæmdum stofnunarinnar
er, eins og alkunnugt er, Happdrætti Háskólans, og frumkvöð-
ull að stofnun þess var tvimælalaust Alexander Jóhannesson.
Á fyrsta rektorsári sínu, 9. febr. 1933, boðaði hann til almenns
fundar háskólakennara og flutti þar erindi um háskólabygg-
ingu og bar fram tillögu þess efnis, að Háskólinn skyldi á næsta
þingi fara fram á sérleyfi til rekstrar peningahappdrættis næstu
árin í því skyni, að ágóðanum yrði varið til háskólahúss. Frá
L þessu er skýrt í gerðabók háskólaráðs, fundargerð frá 14. febr.
1933. Háskólaráð samþykkti að koma málinu á framfæri við
Alþingi, en þar fékk það góðar undirtektir. Happdrættislögin
voru samþykkt 3. maí 1933 og hlutu staðfestingu konungs 19.
4