Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Blaðsíða 42
40
nefndinni sammála um, að bi’ýn þörf væri á fræðslu fyrir kandí-
data, t. d. semínaræfingum fyrir kandídata, er væru í framhalds-
námi, og svo námskeiðum til upprifjunar og til að kynna nýj-
ungar. Þá tók háskólaráð undir þær hugmyndir, er settar voru
fram í ofangreindum greinargerðum, um nauðsyn á að erlendir
fyrirlesarar dveldust alllangan tima hér við Háskólann og héldu
hér semínaræfingar og námskeið, svo og að unnið væri að kenn-
araskiptum við aðra háskóla. Var óskað fjárveitinga til nám-
skeiða fyrir kandídata.
Lesstofa í Aragötu 9.
Ákveðið var, að húseign þessi, er Háskólinn festi kaup á
sumarið 1963, skyldi notuð sem lestrarsalur fyrir stúdenta í
lagadeild og viðskiptadeild. Eru þar 33 sæti á lestrarsal. Auk
þess er þar setustofa og herbergi fyrir félag laganema og við-
skiptafræðinema og lítil kaffistofa.
Rannsóknarráð ríkisins.
Háskólaráð kaus þrjá raunvísindamenn í rannsóknarráð rík-
isins, sbr. lög nr. 64/1965, og hlutu kosningu prófessorarnir
Magnús Magnússon, Steingrímur Baldursson og Þorbjörn Sig-
urgeirsson. Varamenn þeirra í sömu röð eru prófessorarnir
Leifur Ásgeirsson, Tómas Helgason og Trausti Einarsson.
Happdrætli Háskólans.
1 stjórn þess voru kosnir prófessorarnir Ármann Snævarr,
formaður, Halldór Halldórsson og Þórir Kr. Þórðarson. Endur-
skoðendur voru kosnir prófessor Björn Magnússon og Atli
Hauksson, endurskoðandi.
Háskólabíó.
Samningar tókust við upphaf háskólaársins við Landsbanka
Islands um greiðslur lausaskulda bíósins, þannig að þeim skal
lokið á 10 árum.
I stjórn Háskólabíós voru kjörnir: Prófessor Árni Vilhjálms-
son, formaður, dr. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra og