Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Blaðsíða 30
28
prófessor Jón Steffensen, tilnefndur af háskólaráði, og prófessor
Tómas Helgason, er menntamálaráðherra tilnefndi.
Sendikennarar.
Sænski sendikennarinn, fil. mag. Lars Elmér, hætti störfum
í lok háskólaársins, en við tók fil. mag. Sven Magnus Orrsjö
frá Gautaborg.
Gistipróf essor.
Prófessor Paul Taylor var gistiprófessor í bandarískum bók-
menntum, og var dvöl hans og kennsla kostuð af Fulbright-
stofnuninni.
Próf dómendur.
Hákon Guðmundsson, hæstaréttarritari, var skipaður próf-
dómandi til 15. júní 1967.
Séra Ingólfur Ástmarsson, biskupsritari, var skipaður próf-
dómandi við embættispróf í maí 1965 í veikindaforföllum séra
Jóns Auðuns.
Doktorspróf.
Hinn 5. desember 1964 varði cand. med. Gunnlaugur Snædal
ritgerð sina, „Cancer of the Breast“ fyrir doktorsnafnbót í
læknisfræði. Andmælendur voru prófessorarnir Júlíus Sigur-
jónsson og Snorri Hallgrímsson, en í dómnefnd út af ritgerð-
inni voru þeir prófessorarnir Davíð Davíðsson, Níels Dungal
og Snorri Hallgrímsson.
Haustpróf.
I desember 1964 var kosin nefnd þriggja manna til að gera
tillögur um reglur um haustpróf. I nefndinni áttu sæti prófess-
orarnir Matthías Jónasson, Ölafur Jóhannesson og Þórir Kr.
Þórðarson. Taldi nefndin örðugleikum bundið að setja almenn-
ar reglur um þetta efni og væri illgerlegt í sumum deildum að
taka fyrir haustpróf, þegar sérstaklega stendur á.