Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Blaðsíða 105
aðdáunarvert og næsta ótrúlegt, hve geysimiklu próf. Alexander
kom í verk í fræðistörfum, þegar þess er gætt, hve tímafrek
og erfið störf hans voru í stjórnsýslu Háskólans og að öðrum
þjóðfélagslegum verkefnum. En hér bar það til, að hann var
einstakur atorku- og eljumaður, er aldrei sat auðum höndum,
og reglusamur og hófsamur, svo að til fyrirmyndar var. 1
honum tengdust með fágætum hætti eldmóður hugsjóna og
orka til framkvæmda og framfara. Bjartsýni var ríkur þáttur
í skaphöfn hans, en allt kjarkleysi og hugarvíl var honum fjarri
skapi. Bjartsýni hans og eldmóður voru jafnframt með þeim
hætti, að hann hreif menn með sér og kvað niður þá, sem
hikandi voru eða neikvæðir. Þrek hans og þróttur, ósérhlífni
og lagni átti vissulega mikinn þátt í því, í hve ótrúlega miklar
framkvæmdir var ráðizt í rektorstið hans eða fyrir forystu
hans að öðru leyti. Hlutur hans að eflingu Háskólans verður
seint ofmetinn, og vandséð er, hvar væri komið þróun stofn-
unarinnar, ef hans hefði ekki notið við. Þetta hefir Háskólinn
og viðurkennt í verki. Árið 1961 var prófessor Alexander sæmd-
ur doktorsnafnbót í lögfræði fyrir einstaka hæfileika til stjórn-
sýslu og fádæma aíorku við stjórnarmálefni Háskólans. Þekki
ég ekkert dæmi þess frá Norðurlandaháskólum, að slík sæmd
hafi fallið í hlut háskólarektors. Mat próf. Alexander mikils
þessa verðskulduðu sæmd, og verður það lengi í minnum, hve
einlæglega gestir á háskólahátíð fögnuðu honum, er hann
veitti viðtöku doktorsbréfi sínu.
Hér hefir verið rætt stuttlega um nokkur störf próf. Alex-
anders við Háskólann, en auk þess starfaði hann að ýmsum
öðrum málum af fádæma áhuga og dugnaði. Svo merk og mikil
sem störf hans voru er hitt þó meira, hver einstakur dreng-
skapar- og mannkostamaður liann var. Betur gerðum manni
hefi ég ekki kynnzt. Hann var heill og hreinskiptinn, opinskár
og djarfmæltur, og allt baktjaldamakk, nagg og níð var hon-
um víðsfjarri. Yfir svip hans hvíldi heiðríkja, sem táknræn var
um hinn innri mann og raunar um ævi hans og starf. Hann
var maður góðvildar og samúðar, með bjartri lífstrú og ein-
lægri trú á almáttkri forsjón. Hann var maður vandur að virð-