Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Blaðsíða 138
136
3. Ef því er að skipta (sbr. 52.gr. II), Ijúki stúdent forprófi í al-
mennum málvísindum og hljóðfræði, áður en hann gengur í
fyrsta sinn undir próf samkv. 53. gr. I. Þó getur deildin heimilað
stúdent að ganga undir próf í lok fyrsta misseris frá gildistöku
þessara ákvæða, án þess að hann hafi þá lokið þessu prófi.
Ef því er að skipta (sbr. 52.gr. III), ljúki stúdent forprófi í
latínu á 2. ári frá gildistöku þessara ákvæða. Þó getur deildin
veitt undanþágu frá þessum tímamörkum.
4. Fyrir hvert prófstig, er stúdent hefur lokið samkv. núgildandi
reglugerð og verður hluti af B.A.-prófi (sbr. 1. tölulið), skal
draga eitt misseri frá þeim hámarkstíma (9 misserum), er líða
má samkv. 53. gr. I, 5. mgr., þar til hann hefur lokið 6 prófstig-
um.
55. gr. d.
Ákvæði 51.—55. gr. c taka gildi frá þeim tíma, er heimspekideild
ákveður með fundarsamþykkt, er birta skal stúdentum með tryggi-
legum hætti, og falla ákvæði 51.—55. gr. núgildandi reglugerðar úr
gildi frá sama tíma. í framangreindri samþykkt skal kveðið á um,
hvenær einstök próf eftir núgildandi reglugerð verði haldin í síðasta
lagi.
2. gr.
57. gr. í E-lið V. kafla núgildandi reglugerðar verði 57. gr. a, en
á eftir henni komi ný grein svohljóðandi:
57. gr. b.
Kennslu- og prófgreinir til B.A.-prófa á vegum verkfræðideildar.
1. Inntökuskilyröi til B.A.-náms í raungreinum.
Inntökuskilyrði til B.A.-náms í raungreinum er stúdentspróf frá
almennum menntaskóla eða hliðstætt próf frá öðrum skóla.
Stúdentspróf úr stærðfræðideild veitir rétt til náms í öllum raun-
greinum, en stúdentspróf úr máladeild í öðrum greinum en stærð-
fræði, eðlisfræði og efnafræði, og setja má frekari skilyrði til náms
í einstökum greinum, ef þurfa þykir.
Stefnt skal að því, að þeim stúdentum, sem með stúdentsprófi sínu
hafa ekki rétt til náms í raungreinum, sé gefinn kostur á að sækja
námskeið og ljúka forprófi, er veiti þeim þann rétt.
2. Kennslu- og prófgreinir og samval greina.
Kennslu- og prófgreinir eru þessar:
Stærðfræði, eðlisfræði, líffræði (grasa-, dýra- og heilsufræði),
landa- og jarðfræði og efnafræði. Eitt, tvö eða þrjú stig má taka í