Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Blaðsíða 35
33
Samtök rafreiknimiðstöðva við norræna háskóla.
I júní 1965 var prófessor Magnús Magnússon skipaður full-
trúi Háskólans í stjórn þessara samtaka.
Minningarathöfn um Einar skáld Benediktsson.
Hinn 31. okt. 1964 voru liðin 100 ár frá fæðingu Einars
skálds Benediktssonar. Þann dag var efnt til athafnar í hátíða-
sal Háskólans til að minnast afmælis skáldsins. f upphafi
athafnar flutti rektor ávarp. Þá söng Kristinn Hallsson, óperu-
söngvari, við undirleik Árna Kristjánssonar, en Lárus Pálsson,
leikari, las upp. Dr. Steingrímur J. Þorsteinsson, prófessor,
flutti ræðu um ævi skáldsins og bókmenntastörf.
Áætlanir um framtíðarstarfsemi Háskólans, skipu-
lagningu lóðasvæða Háskólans o. fl.
Rektor bar fram tillögu á háskólaráðsfundi 26. nóv. 1964
um skipun nefndar með fulltrúum frá háskólaráði, stúdenta-
ráði og ríkisstjórn til að semja heildstæðar áætlanir um starf-
semi Háskólans á sviði rannsókna og kennslu og um bætta að-
stöðu stúdenta og kennara. Skyldi nefndin einnig setja fram
hugmyndir um og vinna að undirbúningi að heildarskipulagn-
ingu á lóðasvæðum Háskólans og vinna að öflun frekara lóðar-
rýmis. Tillögunni var skotið til deilda. Rektor gerði nánari
grein fyrir þessu máli á kennarafundi 9. des. 1964, en það kom
síðar til meðferðar í háskólaráði.
Raunvísindastofnun Háskólans.
Hinn 24. nóvember 1964 kaus háskólaráð bráðabirgðastjórn
Raunvísindastofnunar Háskólans, og eiga sæti í henni prófess-
orarnir Þorbjörn Sigurgeirsson, formaður, Leifur Ásgeirsson
og Steingrímur Baldursson.
Bygging Raunvísindastofnunar Háskólans.
Samþykkt var hinn 8. júlí 1965 að leggja fram iy2 milljón
króna af happdrættisfé til að fullgera bygginguna.
5