Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Blaðsíða 110
108
kostui’ samfara óþrjótandi elju og miklum lærdómi gerSi hon-
um kleift að gera þetta höfuðrit sitt svo úr garði sem raun
ber vitni.
Ekki þykir mér ólíklegt, að samning orðsifjabókarinnar hafi
beint áhuga prófessors Alexanders að ráðgátunni um uppruna
mannlegs máls. Einmitt um sama leyti og hann hafði orða-
bókina í smíðum, tók hann að birta greinir um þessi efni.
Bækur hans, sem um þetta og svipað fjalla, eru þessar: Um
frumtungu Indógermana og frumheimkynni, fylgirit Árbókar
Háskóla fslands 1940—41. Rvík 1943; Origin of Language.
Four Essays. Reykjavík & Oxford 1949; Gestural Origin of
Languages. Evidence from Six Unrelated Languages. Reykja-
vík & Oxford 1952; Some Remarks on the Origin of the N-Sound.
Fylgirit Árbókar Háskóla fslands 1953—54. Reykjavík & Ox-
ford 1954; How Did Homo Sapiens Express the Idea of Flat?
Fylgirit Árbókar Háskóla íslands 1957—58; Uppruni mannlegs
máls. Reykjavík 1960.
Að baki þessum bókum liggur geysimikil vinna. Prófessor
Alexander lagði á sig að lesa orðabækur yfir mál, sem hann
hafði aldrei lagt stund á — tyrknesku, fornkínversku, eskimó-
isku, svo að nokkur dæmi séu nefnd — til þess að prófa, hvort
kenningar hans um sameiginlegan uppruna tungumála fengju
staðizt. Hugmyndin, sem liggur að baki höfuðkenningu prófess-
ors Alexanders um uppruna málsins, látæðiskenningunni, er
ekki ný af nálinni. Hins vegar er sú aðferð, sem hann beitti
til að renna stoðum undir hana, samanburður á endurgerðum
orðrótum óskyldra tungumála til þess að draga af ályktanir
um uppruna málsins, algerlega hans eigið verk. Um þessa að-
ferð má deila, enda eru málfræðingar ekki á eitt sáttir um
hana. En hitt er víst, að mikla hugkvæmni og einbeitingu hefir
þurft til þess að gera þessu efni skil á þann hátt, sem pró-
fessor Alexander gerði.
# * *
Prófessor Alexander Jóhannesson hafði mikinn áhuga á
skáldskap og ýmsum menningarlegum efnum utan sérsviðs