Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Síða 147
145
Þingið á Nýja-Sjálandi markar á margan hátt tímamót í sögu
alþjóðastúdentahreyfingarinnar. Er þar helzt að nefna hin nýju
grundvallarlög (charter) samtakanna. Verða nú ISC/COSEC öflug
samtök byggð upp á nýrri stofnskrá hugsjóna og menningarsam-
vinnu í stað sundurlausra landssambanda stúdenta, er byggðu upp
samtökin með tveggja ára starfsáætlunum (basis of co-operation)
sem grundvallarreglu fyrir hið margþætta starf ISC/COSEC. Hin
nýja stofnskrá er almenn og margþætt ályktun um meginreglur, sem
ISC/COSEC og stúdentasamtök innan þess munu notfæra sér sem
starfsgrundvöll.
10. desember 1964 var samþykkt samhljóða á almennum stúdenta-
fundi, er boðað var til samkv. 15. gr. laga fyrir SHÍ, ályktun frá SHÍ
og utanríkisnefnd að sækja um fulla aðild að ISC/COSEC samkv.
hinum nýju grundvallarlögum alþjóðasamtakanna.
Erlendir gestir.
í maí 1965 komu hingað tveir skozkir stúdentar frá Háskólanum
í Edinborg. Var þetta fyrsti liðurinn í gagnkvæmum stúdentaskiptum
milli stúdentasamtaka Edinborgarháskóla og SHÍ. Er ráðgert, að
slík stúdentaskipti eigi sér stað annaðhvert ár. Dvöldu stúdentarnir
hér í tíu daga.
Kristin Knudsen, stud. oecon., var fulltrúi norsku stúdentasamtak-
anna hér 1. desember. En það er orðin föst venja, að hér sé jafnan
fulltrúi norskra stúdenta á fullveldisdaginn, en einn fulltrúi SHÍ er
jafnan gestur norsku stúdentasamtakanna 17. maí. Aðalsteinn Eiríks-
son, stud. theol., var fulltrúi SHÍ 17. maí 1964.
Utanferöir.
í byrjun júní fóru þeir Jónas Gústavsson, stud. jur., og Ólafur Ragn-
arsson, stud. jur., á vegum SHÍ til Edinborgar. Heimsóttu þeir stú-
dentasamtök Edinborgarháskóla og ferðuðust um Skotland. Var heim-
sókn þeirra liður í gagnkvæmum stúdentaskiptum milli SHÍ og Edin-
borgarháskóla.
Vorið 1964 sótti Lúðvíg Albertsson, stud. oecon., framkvæmdastjóri
SHÍ, semínar í statistik í Kaupmannahöfn á vegum SHÍ.
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna bauð fjórum íslenzkum stúdent-
um s.l. vor í kynnisferð til Bandaríkjanna, þeim Auðólfi Gunnarssyni,
Ellert B. Schram, Jóni Oddssyni og Jóni E. Ragnarssyni. í þessari
heimsókn gafst þátttakendum m. a. tækifæri til að heimsækja aðal-
stöðvar bandarísku stúdentasamtakanna USNSA í Philadelphíu.
19