Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Blaðsíða 37
35
safn er gefið til minningar um Skúla tannlækni Hansen og
skal bera nafn hans.
Hinn 28. maí 1965 afhenti h.f. Eimskipafélag Islands Háskól-
anum 50.000 krónur, er leggja skal til Háskólasjóðs h.f. Eim-
skipafélags íslands.
1 júlí 1965 afhenti Egill Vilhjálmsson, forstjóri, Háskólanum
50.000 krónur, er verja skal til að styrkja lækni til framhalds-
náms í hjarta- og æðasjúkdómum. Styrkurinn var veittur Árna
lækni Kristinssyni til framhaldsnáms í Lundúnum.
Sjóðir.
Hinn 5. nóvember 1964 var formlega stofnaður Háskóla-
sjóður h.f. Eimskipafélags Islands. Aðalhvatamenn að stofnun
sjóðsins voru vestur-islenzku bræðurnir Árni og Grettir Egg-
ertssynir. Er sjóðurinn stofnaður „til minningar um alla þá
Vestur-Islendinga, sem hlut áttu að stofnun Eimskipafélags
lslands“. Stofnendur sjóðsins voru ýmsir Vestur-lslendingar,
sem voru hluthafar í Eimskipafélaginu. Samkv. skipulagsskrá
sjóðsins nr. 247, 11. nóv. 1964, er tilgangur sjóðsins „að stuðla
að velgengni Háskóla Islands, svo og styrkja efnilega stúdenta
til náms við Háskólann eftir ákvörðun háskólaráðs". Stofnfé
sjóðsins voru hlutabréf í Eimskipafélaginu, að nafnverði kr.
342.000. Stjórn sjóðsins skipa fjórir menn, stjórnarformaður
Eimskipafélagsins, varaformaður stjórnar og forstjóri félags-
ins, en fjórða manninn tilnefna stofnendur úr sínum hópi.
Skipulagsskrá fyrir sjóðinn er prentuð á bls. 126.
Við andlát prófessors Alexanders Jóhannessonar, fyrrv. rekt-
ors, var stofnaður minningarsjóður við Háskólann og nam
stofnfé sjóðsins kr. 70.925,00.
Sjóður frú Selmu og Kay Langvads til eflingar
menningartengsla íslands og Danmerkur.
Fyrsta úthlutun fór fram 25. júní 1965. Af hálfu sjóðsins var
þess óskað, að dr. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður, flytti
fyrirlestra um íslenzka menningarsögu í nokkrum dönskum