Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Blaðsíða 10
8
dóttir B.A., Dr. Alan Boucher, Jón E. Þorláksson cand. act. og
Valdimar Hergeirsson cand. oecon.
1 verkfræðideild hafa nýlega tekizt á hendur kennslustörf
Björn Kristinsson cand. polyt., Bragi Árnason efnaverkfræð-
ingur, Guðmundur Björnsson verkfræðingur, Haraldur Ágústs-
son teiknikennari, Helgi Sigvaldason lic. techn., dr. Oddur
Benediktsson, Páll Theódórsson eðlisfræðingur og Þórir Ein-
arsson cand. oecon. Enn fremur þeir Jóhannes Guðmundsson
verkfræðingur og Sveinbjörn Björnsson eðlisfræðingur.
Bandaríski sendikennarinn próf. Paul Taylor hvarf frá starfi
sínu sem gistiprófessor í bandarískum bókmenntum nú í sum-
ar eftir þriggja missera starf. Nýr gistiprófessor með styrk frá
Fulbrightstofnuninni hefir tekið við störfum hans, prófessor
Ralph L. Curry frá Georgetown College, Kentucky. Þá lét
danski sendikennarinn Laurs Djörup einnig af störfum. Hefir
nýr sendikennari verið skipaður, Preben Meulengracht Sorensen,
og tekur hann væntanlega við starfi hinn 1. febr. n.k. Á haust-
misserinu kennir í hans stað stud. mag. Torkild Damsgárd-Ol-
sen. Mér er mikil ánægja að geta skýrt frá því, að nú eru allar
horfur á, að finnskur sendikennari komi til starfa hér við Há-
skólann á næstunni, vonandi þegar á næsta ári.
Þá er kominn hingað til starfa við Háskólann bandarískur
gistiprófessor í lögfræði á vegum vísindadeildar Atlantshafs-
bandalagsins, prófessor George D. Brabson frá Ohio Northern
University. Flytur hann fyrirlestra við lagadeild á haust-
misserinu um efni úr sérgrein sinni, og metur deildin störf
hans mikils.
Býð ég hina nýju kennara alla velkomna til starfa, og vænt-
ir Háskólinn mikils af störfum þeirra.
Við Háskólann í heild sinni starfa nú 41 prófessor eða menn
með prófessorslaunum, 27 dósentar, 9 lektorar og 29 aðrir
aukakennarar eða samtals rösklega 100 kennarar. Lætur nærri,
að 1 kennari komi á hverja 10 stúdenta, og þykir það hlutfall
hagstætt, miðað við það, sem títt er erlendis. Við slíkan sam-
anburð þarfnast þó margt athugunar, m. a. ber að benda á,
að meirihluti kennaranna eru aukakennarar, sem yfirleitt hafa