Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Blaðsíða 11
9
ekki tök á að helga sig rannsóknarverkefnum, og er kennslu-
aðstaða þeirra vissulega örðug. Til samanburðar má geta þess,
að í brezkum háskólum eru aðeins fáein prósent af kennurum
aukakennarar. Skipun lektoranna nýju í íslenzkum fræðum er
athyglisverð frá þessu sjónarmiði, og er það von mín, að þar
sé brotið blað. Háskólinn þarfnast mjög fastra starfsmanna
svipaðra og lektoranna, og mér finnst eftirsjá að dósentsstöð-
unum, sem voru hér við Háskólann fram til 1957. Til iengdar
er það ekki fær leið fyrir Háskólann að byggja svo mjög á auka-
kennurum sem nú, og tek ég þó fram, að þeir kennarar leysa
prýðilega af hendi störf sín, eftir því sem til er stofnað. Störf
þeirra eru og illa launuð, og þarf það mál allt skjótra umbóta.
Frá því hefir verið skýrt áður, að af hendi Háskólans hafa
verið samdar víðtækar áætlanir um fjölgun kennara næsta ára-
tuginn, og er það þáttur í heildstæðum áætlunum Háskólans um
eflingu skólans. Þessar áætlanir taka aðeins til þeirra greina,
sem nú er fengizt við að kenna, og raunar ekki til verkfræði-
deildar nema að litlu leyti. Er gert ráð fyrir lögfestingu 17
prófessorsembætta 1964—1972. Hefir ríkisstjórn sýnt máli
þessu góðan skiining. Eitt embættið var stofnað á s. 1. ári, en
nú hefir ríkisstjórn heitið að flytja á þessu þingi frumvarp
um stofnun fjögurra nýrra embætta, og þegar þau hafa verið
lögfest, hefir ríkisstjórnin með því stuðlað að því að hrinda í
framkvæmd áætlunum Háskólans um fjölgun prófessora árin
1964—1966, að báðum árum meðtöldum. Hefir ríkisstjórnin
samþykkt áætlun Háskólans í heild sinni og mun gera það, sem
í hennar valdi stendur, til að hrinda henni í framkvæmd. Skipt-
ir það höfuðmáli fyrir Háskólann að geta starfað samkvæmt
slíkum almennum áætlunum og vita, hvers vænta megi um þró-
un Háskólans næstu árin.
IV.
Að undanförnu hefir verið unnið mikið starf að endurskoð-
un kennsluskipunar til B.A.-prófa og í tengslum við það að
endurskoða kennslu og nám í íslenzkum fræðum. Nefnd, sem
skipuð var að frumkvæði háskólaráðs, vann upprunalega að
2