Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Blaðsíða 51
49
grundvelli, að stúdentaheimilið verði byggt í tengslum við
Gamla Garð, enda komi teikningar síðan til fullnaðarafgreiðslu
háskólaráðs.
Ný húsgögn í hátíðasal.
Nýir stólar voru smíðaðir í hátiðasal í stað eldri bekkja,
sem voru mjög úr sér gengnir. Stólana smíðaði húsgagnaverk-
stæði Kristjáns Siggeirssonar eftir teikningum Hjalta Geirs
Kristjánssonar. Er auðvelt að hreyfa þessa stóla, andstætt því
sem var um bekkjarraðirnar, sem voru upphaflega í salnum.
Þessi nýi húsbúnaður var notaður í fyrsta sinni á hátíðasam-
komu vegna þriggja alda afmælis Jóns biskups Vídalíns hinn
20. marz 1966.
Umferðarleiðir að háskólasvæðunum austan Snðurgötu.
I tilefni af þvi, að i aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð
fyrir, að rofin verði umferðartengsl milli Hringbrautar og ofan-
greindra háskólasvæða, gerði háskólaráð hinn 7. júní 1966
ályktun, þar sem því var m. a. lýst, að óheppilegt væri að rjúfa
tengslin milli Hringbrautar og háskólasvæðis.
Stúdentakórinn.
Háskólaráð tilnefndi hinn 18. nóv. 1965 Jón Haraldsson arki-
tekt formann Stúdentakórsins.
Tónlistarnefnd.
1 henni áttu sæti dr. Jakob Benediktsson, dr. Róbert A. Ottós-
son og dr. Steingrímur J. Þorsteinsson, prófessor.
Happdrætti Ifáskólans.
Stjórn þess var endurkosin og skipa hana: Ármann Snævarr,
rektor, formaður, og prófessorarnir Halldór Halldórsson og
Þórir Kr. Þórðarson. Endurskoðendur voru endurkjörnir Atli
Hauksson, löggiltur endurskoðandi, og prófessor Björn Magn-
ússon.
7