Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Blaðsíða 142
140
XVI. STÖKF STÚDENTARÁÐS HÁSKÓLA ÍSLANDS
1965—1966
Efnislegnr útdrattnr úr skýrslu formanns, stud. intig. líjörns Teitssonar,
í Vellvangi SlúdentarúSs í maí 1966.
Skipun Stúdentaráðs.
Kosningar fóru fram 13. desember 1965. Á kjörskrá voru 1097, en
590 greiddu atkvæði. Þessir stúdentar áttu sæti í ráðinu:
Úr guðfræðideild: Tómas Sveinsson.
Úr læknadeild: Sigurður Björnsson og Hrafn Johnsen.
Úr lagadeild: Helgi Guðmundsson.
Úr viðskiptadeild: Karl Garðarsson.
Úr heimspekideild: Björn Teitsson og Ásdís Skúladóttir.
Úr verkfræðideild: Halldór Sveinsson.
Fráfarandi ráð kaus úr sínum hópi til áframhaldandi setu í ráðinu
Gunnar Sigurðsson, stud. med.
í stjórn ráðsins voru kjörnir Björn Teitsson, formaður, Halldór
Sveinsson, ritari og Tómas Sveinsson, gjaldkeri.
Framkvæmdastjóri ráðsins frá upphafi allt til 20. janúar 1966 var
Lúðvíg B. Albertsson, stud. oecon., en eftir það Bergur Felixson,
stud. jur.
Stúdentaheimili.
Félagsheimilismálinu, eins og það oftast er nefnt, þokaði nokkuð
á árinu. Undirbúningsnefndin undir íorsæti Stefáns Hilmarssonar,
bankastjóra, kom nokkrum sinnum saman og vann eftir föngum að
framgangi málsins. í nefndinni sátu ásamt Stefáni þeir dr. Þórir Kr.
Þórðarson, prófessor, Loftur Þorsteinsson, prófessor, Ellert B. Schram,
stud. jur., og Björn Teitsson, stud. mag. Fjallað var um tillöguteikn-
ingu Jóns Haraldssonar og gengið frá ráðningu hans sem arkitekts
byggingarinnar. Teikningin gerir sem kunnugt er ráð fyrir bygging-
unni áfastri við Gamla Garð, og hefur sú staðsetning nú verið sam-
þykkt af háskólaráði, Garðstjórn og loks skipulagsnefnd Reykja-
víkurborgar, og er lóðin þar með tryggð.
Fjáröflunarnefnd félagsheimilisins starfaði nokkuð á árinu og skil-
aði af sér kr. 34.000,00. Stúdentaráð lagði í lok kjörtímabils síns kr.
10.000,00 í félagsheimilissjóð, og er sú upphæð þó að sjálfsögðu tákn-
ræn um hug stúdenta í málinu, frekar en hún dragi verulega.