Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Blaðsíða 25
23
XII.
Á síðasta háskólaári urðu meiri umræður um framtíð Há-
skólans og eflingu rannsóknarstofnana en verið hefir nokkru
sinni fyrr. Þessar umræður gegna vissulega mikilvægu hlut-
verki. Þær beina athyglinni að þvi, sem oss vanhagar um, en
jafnframt hafa í þeim komið fram ýmsar hugmyndir um úr-
bætur og nýjungar í háskólastarfi. Á síðustu árum hafa farið
fram ýmiskonar kannanir á einstökum þáttum þessa máls og aðr-
ar eru á döfinni. Ég minni hér á tillögur raunvísindamanna frá
1961 um eflingu raunvísinda við Háskólann, sem urðu undirstaða
undir byggingu Raunvísindastofnunar, og á tillögur heimspeki-
deildarmanna frá sama ári um eflingu rannsókna í íslenzkum
fræðum, sem mörkuðu grundvöll að Handritastofnun Islands.
Af hálfu læknadeildar hafa farið fram víðtækar athuganir á
þörf á húsakosti í þágu læknakennslu, og kennarar í tannlækn-
isfræðum hafa samið áiitsgerðir um þörf á aukningu húsrýmis,
tækjakosts og kennaraliðs. Ég minni ennfremur á hina víð-
tæku könnun, sem áður er getið, um þörf á fjölgun kennara
næstu 10 árin, þar sem settar voru fram heildstæðar tillögur
um þetta efni, og ennfremur á þær umfangsmiklu kannanir,
sem nú nýlega hafa átt sér stað og leitt hafa til nýskipunar
kennslu til B.A.-prófa og í íslenzkum fræðum. Þá hefir verið
stofnað til kannana á færum úrræðum til að efla félagsvísinda-
legar rannsóknir og auka kennslusvið skólans í félagsvísindum.
Er það mál allt harla áríðandi, því að aðbúnaður að félagsvís-
indum hér á landi er langt fyrir neðan það, sem viðunandi má
kalla, og þarf þar til að koma gerbreyting. Enn er það, að
nefnd starfar að könnun á úrbótum í stúdentagarðamálum,
þ. á m. athugunum um hjónagarða. Reynslan sýnir, að mikill
hluti stúdenta er giftur, og er þörfin miklu brýnni á stúdenta-
heimilum fyrir þá en ógifta stúdenta. Loks starfar nefnd að því
að vinna að framgangi hugmyndarinnar um stúdentaheimili,
sem áður var vikið að.
Háskólaráð telur, að til viðbótar þessum athugunum þurfi
að koma heildstæð könnun á þörfinni á byggingaframkvæmd-