Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Blaðsíða 151
149
mörkum, sem um getur í 16. og 29. gr. Fresta skal og afgreiðslu máls,
ef 7 ráðsliðar eða fleiri krefjast almenns stúdentafundar um það.
Allar kosningar manna til starfa í ráðinu eða fyrir það skulu vera
leynilegar. Falli atkvæði jöfn skal hlutkesti ráða. Atkvæðagreiðslur
um afgreiðslu mála skulu fara fram með handauppréttingu, en nafna-
kalli, sé þess krafizt. Tiliaga fellur á jöfnum atkvæðum.
14. gr.
Stúdentaráðsfundur er því aðeins lögmætur, að 17 fulltrúar sitji
hann. Komi ekki nægilega margir fulltrúar til fundar, sem haldinn
er á kennslutíma háskólans, er heimilt að boða til annars fundar inn-
an viku. Má þá afgreiða þau mál, er lágu fyrir fyrri fundinum, ef
12 fulltrúar sitja fundinn.
15. gr.
Stúdentaráð Háskóla íslands er aðili að eftirtöldum innlendum og
erlendum stúdenta- og æskulýðssamtökum:
International Student Conference,
Æskulýðssambandi íslands,
Bandalagi æskulýðsfélaga Reykjavíkur.
16. gr.
Stúdentaráð fjallar einungis um mál, sem beint snerta hag stú-
denta og námsaðstöðu. Komi mál til, sem að dómi 7 fulltrúa í ráð-
inu er óviðkomandi hagsmunum eða réttindum stúdenta, skal ráðinu
óheimilt að gera samþykkt um það.
17. gr.
Stúdentaráð getur falið nefndum og einstaklingum, ráðsliðum eða
öðrum stúdentum að sjá um framkvæmd einstakra verkefna.
18. gr.
Stúdentaráð hefur í þjónustu sinni framkvæmdastjóra, sem hefur
með höndum allan daglegan rekstur skrifstofu ráðsins eftir fyrirmæl-
um stjórnarmanna. Framkvæmdastjóri situr fundi stúdentaráðs og
stjórnar þess og hefur málfrelsi og tillögurétt.
19. gr.
Á tímabilinu 15.—30. apríl skal fráfarandi stúdentaráð gera al-
mennum stúdentafundi, skilafundi, grein fyrir gerðum sínum og
leggja fram endurskoðaða reikninga ráðsins. Á þessum fundi skal
jafnframt gera grein fyrir þeim stofnunum og sjóðum, sem ráðið er
aðili að. Skilafundur kýs 2 endurskoðendur og 2 til vara fyrir næsta
starfsár.