Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Blaðsíða 17
15
VII.
S.l. sumar var haldin hér í Háskólanum ráðstefna fulltrúa
allra læknadeilda á Norðurlöndum, þar sem rædd voru ýmis
sameiginleg áhugamál, þ. á m. hugmyndir um nýjungar í lækna-
kennslu. Fulltrúi Háskólans var próf. Tómas Helgason, vara-
forseti læknadeildar. Varð góður árangur af ráðstefnu þessari.
Svipaðar ráðstefnur hafa verið haldnar á hinum Norðurlönd-
unum.
1 sept. 1965 voru skipulagðir fyrirlestraflokkar og viðræðu-
fundir um guðfræði í Háskólanum. Stóð herra biskupinn fyrir
þessu námskeiði í samstarfi við guðfræðideild, og var það hald-
ið á vegum lútherska heimssambandsins. Ýmsir erlendir og inn-
lendir fyrirlesarar tóku þátt í námskeiðinu, er þótti vel takast.
I febrúar 1965 var haldið þing Norræna ráðsins hér í Há-
skólanum. Fór mestöll starfsemi Háskólans fram i hálfan mán-
uð utan skólans, einkum í Hagaskólanum. Vil ég þakka fræðslu-
ráði og fræðslustjóra Reykjavikur og skólastjóra Hagaskólans
fyrir mikla fyrirgreiðslu þeirra og ánægjulega samvinnu. Sýndu
kennarar Háskólans og stúdentar mikinn þegnskap með því að
taka með þolinmæði röskunum, sem urðu óneitanlega á starf-
semi skólans þetta tímabil.
Ýmsir fundir um háskóla- og vísindastarfsemi hafa verið
sóttir af hálfu Háskólans að undanförnu. Evrópuráð hefir kom-
ið á fót sérstakri nefnd, sem fjalla á um æðri menntun í að-
ildarlöndunum. Fulltrúar Háskólans á fundum þeirrar nefndar
hafa verið prófessorarnir Snorri Hallgrímsson og Þórir Þórð-
arson og rektor. Er mikill fengur að því fyrir Háskólann að
taka þátt í þessu samstarfi. Jafnframt starfar fastanefnd rekt-
ora Evrópuháskóla í tengslum við nefndina. Er hún fram-
kvæmdanefnd samtaka rektora Evrópuháskóla, er stofnuð var
1964.
Vararektor Háskólans, próf. Trausti Einarsson, sat fund um
vísindamálefni, sem haldinn var í Helsingfors í apríl, skipu-
lagður af Norðurlandaráði. Prófessor Trausti sótti einnig ráð-