Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Blaðsíða 26
24
um í þágu Háskólans næstu áratugina, þar sem stefnt verði
að samfelldum áætlunum um eflingu Háskólans. Háskólaráð
telur rétt, að stofnað verði til nefndar, þar sem sæti eiga full-
trúar ríkisvaldsins og Háskólans og þ. á m. fulltrúar stúdenta
og kandídata til að ræða þessi mál og semja um það áætlanir
í samráði við deildir Háskólans og háskólaráð. Þess konar fram-
kvæmdaáætlanir hafa verið unnar á Norðurlöndum, Vestur-
Þýzkalandi, Hollandi og Bretlandi með sameiginlegum atbeina
háskóla og ríkisvalds. Væntir Háskólinn mikils af stöi’fum
þeirrar nefndar, sem nú mun senn taka að starfa að þessum
málum, og kann háskólaráð hæstvirtri ríkisstjói’n þakkir fyrir
skilning hennar á þessu máli.
Við athugun á þeim hugmyndum, sem lágu til grundvallar
háskólabyggingu, hefi ég ekki getað gengið úr skugga um,
fyrir hversu marga stúdenta byggingin var reist. Sitthvað
bendir til, að hún hafi verið reist fyrir u. þ. b. 600—700 stú-
denta. Stúdentar Háskólans eru nú rösklega 1100, og býr skól-
inn við mikla húsnæðiskreppu. Nýja byggingin mun vissulega
bæta verulega úr, en nú þegar þarf að hugsa fyrir frekara hús-
næði, m. a. vegna læknisfræði, tannlæknisfræði, efnafræði-
kennslu, verkfræðikennslu og svo kennslu í ýmsum deildum,
og þolir það enga bið. Ég vek athygli á því, að kennsla til B.A.-
prófa verður nú stóraukin á flestum stigum náms og nokkrum
nýjum greinum bætt við. Þá er einnig þess að geta, að mikil
aukning stúdenta er framundan, svo sem áður var rætt. Nauð-
synlegt er, að menn geri sér fulla grein fyrir þeim vanda, sem
hér er við að etja, og er einsýnt að snúast við vandanum af
stórhug og framsýni með auknum byggingaframkvæmdum.
Húsnæðisörðugleikar valda því, að ekki hefir að svo stöddu
reynzt fært að veita viðtöku nýjum stúdentum í tannlæknis-
fræði nú í haust. Þykir Háskólanum það miður. Hér er við
mikinn vanda að etja, þar sem tannlæknakennsla er ein dýrasta
kennsla, sem yfirleitt er látin í té við háskóla. Hefir verið lögð
mikil vinna í þetta mál síðustu árin af hálfu Háskólans, þ. á m.
nú í sumar og haust, og er það von okkar, að málið leysist
með viðunandi hætti. Hlýt ég raunar enn einu sinni að vekja