Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Blaðsíða 145
143
helztu málefnum, er stúdentaráð berst fyrir. Formaður dagskrár-
nefndar var Páll Bjarnason, stud. mag.
Ifátíðahöldin 1. desember.
Að vanda fögnuðu stúdentar fullveldi þjóðarinnar 1. desember.
Formaður hátíðarnefndar var Aðalsteinn Eiríksson, stud. theol., er
setti samkomuna. Dagurinn var helgaður efninu „Varðveizla þjóð-
ernis“. Á samkomu í hátíðasal var ræðumaður Sigurður Líndal,
hæstaréttarritari, og vakti ræða hans mikla athygli. Ennfremur var
píanóleikur og kórsöngur stúdentakórsins undir stjórn Jóns Þórarins-
sonar. Um morguninn var guðsþjónusta í kapellu. Heimir Steinsson
prédikaði. Fullveldisfagnaður var um kvöldið, og var þar ræðumaður
Björn Th. Björnsson.
Utanríkismál.
Utanríkismálanefnd stúdentaráðs tímabilið 1965—1966 skipuðu
eftirtaldir menn: Ástráður B. Hreiðarsson, stud. med., Jón Oddsson,
stud. jur., Jón E. Ragnarsson, stud. jur., Helgi Guðmundsson, stud.
jur., Sigurður Björnsson, stud. med., Sverrir Ingólfsson, stud. oecon.,
og Vésteinn Ólason, stud. mag.
Var Helgi Guðmundsson formaður, en bréfritari Ástráður B. Hreið-
arsson.
Verksvið nefndarinnar er að vera SHÍ til ráðuneytis um öll sam-
skipti ráðsins við erlenda aðila og afstöðu til þeirra.
Norrœnar formannaráðstefnur.
Á árinu voru að vanda haldnar tvær ráðstefnur formanna stúdenta-
samtakanna á Norðurlöndum. Að þessu sinni kom það í hlut Norð-
manna og Finna að vera gestgjafar. Fyrri ráðstefnan var haldin á
Kóngsbergi í Noregi 4.—6. maí. Fulltrúi SHÍ var Gunnar Sigurðsson,
stud. med., yfirmaður almennra félagsmála, og Vésteinn Ólason, stud.
mag., frá utanríkismálanefnd. I-Iin sioari var haldin í Oulu í Finn-
landi 1.—3. nóv. 1965, og voru fulltrúar SHÍ þar Bjöm Teitsson,
stud. mag., Gunnar Benediktsson, teknolog, og Helgi Guðmundsson,
stud. jur.
Utanferðir og gestakomur.
Evrópuráðið og ISC efndu til ráðstefnu í Strassborg 29. marz—
7. apríl 1965. Helgi Guðmundsson, stud. jur., sótti ráðstefnuna fyrir
hönd SHÍ. Voru þar rædd ýmis sameiginleg vandamál Evrópuríkja