Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Blaðsíða 115
113
Háskólans undir stjórn prófessors Dungals. En auk þeirra vann
hann jöfnum höndum að margháttuðum vísindalegum rann-
sóknum, og liggja eftir hann á annað hundrað ritgerðir, flestar
birtar í erlendum tímaritum. Hann var því þekktur víða um
heim fyrir vísindastörf sín og kjörinn heiðursfélagi í erlendum
samtökum lækna og vísindamanna.
Hinar vísindalegu ritgerðir prófessors Dungals fjalla um
margvísleg efni, sem flest varða íslenzka sjúkdóma- og meina-
fræði. Hann ritaði um gang og útbreiöslu berklaveikinnar hér
á landi og útrýmingu sullaveikinnar. Fjöldi ritgerða fjalla um
sauðfjársjúkdóma og tilraunir til að skýra eðli þeirra og or-
sakir. Hann ritaði um bólusetningu gegn kíghósta og barna-
veiki, varnaraðgerðir gegn mislingum, um skjaldkirtil Islend-
inga, um ofnæmi og beinkröm. Hann setti fram nýstárlegar
kenningar um smitleiðir holdsveikinnar og studdi þær kenn-
ingar rökum, sem sótt voru í útbreiðslusögu holdsveikinnar á
Islandi og víðar. Hér er aðeins drepið á fátt eitt, og í stuttri
minningargrein sem þessari er ekki tækifæri til að rekja það
nánar. Auk hinna vísindalegu ritgerða liggja eftir prófessor
Dungal fjöldi greina í blöðum og tímaritum um allan heim. Hann
stýrði Fréttabréfi um heilbrigðismál árum saman og skrifaði
flest af því, sem þar birtist.
Frá stofnun krabbameinsfélaganna 1949 og 1951 beindist
hugur hans mest að rannsóknum á eðli og útbreiðslu krabba-
meins, einkum í lungum og maga. Hann var einn aðalhvata-
maður að stofnun Krabbameinsfélags Reykjavíkur og fyrsti
formaður þess, og formaður Krabbameinsfélags Islands var
hann frá stofnun og til dauðadags. Má segja, að öll starfsemi
krabbameinsfélaganna hvíldi mjög á herðum hans. Prófessor
Dungal sat flesta fundi Nordisk Cancerunion sem fulltrúi Is-
lands og kom þar ýmsu góðu til leiðar. Athuganir hans á sam-
bandi milli sígarettureykinga og aukningar lungnakrabbameins
hér á landi voru með fyrstu rannsóknum, sem birtar voru í
erlendum fræðiritum um þetta efni, en víðtækari erlendar síð-
ari tíma athuganir hafa sannað gildi þeirra, svo að ekki verð-
ur um villzt. Athuganir hans á orsökum hinnar háu tíðni maga-
15