Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Blaðsíða 13
11
og verður lögð áherzla á að slofna til þeirrar kennslu næsta
haust, enda liggur mikið við að bæta úr hinum kvíðvænlega
skorti á hæfum kennurum í náttúrufræði í gagnfræðaskólum.
Með þessari nýskipan er til þess stofnað að hefja kennslu
og nám til B.A.-prófa til aukins vegs og virðingar. Kennslu-
magnið til hvers prófstigs verður aukið til verulegra muna, og
eftir þessa breytingu er það alveg skýrt, að menn geta ekki
stundað námið án þess að helga sig því óskipt. Þetta er óvenju-
stutt nám, og forsenda fyrir þeirri tilhögun er sú, að öll vinnu-
brögð séu hnitmiðuð og að menn leggi sig alla fram við námið.
Ríkisstjórnin hefir sýnt þessu máli góðan skilning og lagt
margvíslegan atbeina til þess, að kennsla geti hafizt, svo sem
til var stofnað. Fyrir Alþingi verður nú lagt frumvarp af hálfu
ríkisstjórnar um lögfestingu þriggja prófessorsembætta í heim-
spekideild, sem standa í tengslum við nýskipanina, í ensku, í
Norðurlandamálum og í mannkynssögu. Jafnframt hafa verið
stofnuð tvö ný lekíorsstörf, full og föst störf, vegna kennslu
í íslenzku, svo og dósentsstarf i almennum málvísindum. Þess-
ar umbætur eru allar á sviði huggreina, en kennslan í raun-
greinum krefst ekki síður úrbóta, og er það von Háskólans,
að jafnvel gangi að sinu leyti að fá þeim framgengt. Legg ég
í því efni alveg sérstaka áherzlu á náttúrufræðigreinirnar, og
vona ég, að þegar frá upphafi verði svo að þeim búið, að til
sæmdar verði fyrir Háskólann.
Sú skipulagsbreyting hefir átt sér stað með hinni nýju skip-
an, að heimspekideild er falin yfirstjórn kennslu í huggrein-
um, en verkfræðideild í raungreinum. Hins vegar er ekki loku
skotið fyrir, að menn geti valið saman raungreinir og huggrein-
ir, og eru sérstök ákvæði um það samval greina í reglugerð. Er
vafalaust, að aðsókn að B.A.-greinum muni stóraukast næstu ár,
og er það von Háskólans, að hin nýja skipan muni m. a. stuðla
að auknum f jölda háskólamenntaðra gagnfræðaskólakennara og
bættu námi þeirra. Á það verður hins vegar seint lögð nægileg
áherzla, að það, hversu til tekst, veltur að meginstefnu á því,
hvort nægar fjárveitingar fáist til kennslu, tækjakosts og hag-
anlegs húsnæðis.